Grímseyjarferð, Dorniervél Arngríms, dóttir Tryggva, fyrsti maí 1. maí 2007 23:29 Ég fór norður í Grímsey í dag til að stjórna málþingi sem þar var haldið á vegum Sjálfstæðisflokksins undir yfirskriftinni Er jörðin flöt? Kannski er ekki góð latína fyrir fjölmiðlamenn að stjórna fundum á vegum stjórnmálaflokka, en ég stóðst ekki mátið að komast út í Grímsey í fyrsta skipti á ævinni. Það þýðir ekki að biðja mig að stjórna pólitískum fundi sem er nær borginni en það. Frá Akureyri og út í eyna flugum við á stórmerkri Dornier-flugvél sem er í eigu Arngríms Jóhannssonar og ekki spillti fyrir að Arngrímur sjálfur flaug vélinni, þessi goðsagnakennda persóna í flugheiminum. Hann flaug lágt alla leiðina út Eyjafjörð og maður naut útsýnisins úr vélinni nema smákafla milli Grímseyjar og lands þegar þoka huldi hafflötinn. Eins og allir alvöru flugmenn er Arngrímur sannur töffari. Hér má sjá mynd af Dorniervélinni sem ég veit að hann er afar stoltur af. Grímsey er stórkostlegur staður og móttökurnar þar í alla staði höfðinglegar. Hins vegar skildist mér á vinafólki mínu þar að íbúarnir væru ekkert sérlega pólitískir - þeir hefðu til dæmis miklu meiri áhuga á fiski en pólitík. Annars virðist fólk lifa góðu lífi þarna norður við heimskautsbaug, í gamla daga var aldrei sultur í Grímsey, þvert í móti er eyjan matarkista, og ekki heyrði ég neinn eyjaskeggja kvarta undan hlutskipti sínu í dag. --- --- --- Á leiðinni í flugvélinni norður yfir heiðar í rak ég augun í merkilega frétt í Mogganum. Látin er María Tryggvadóttir tannsmiður, 89 ára gömul. Þessa konu þekkti ég ekki neitt. En faðir hennar var sögufræg persóna, sjálfur Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður og bankastjóri Landsbankans. Tryggvi andaðist 1917. Samkvæmt Morgunblaðinu fæddist María mánuði eftir lát föður síns. Tryggvi var fæddur 1835 og var 82 ára þegar hann dó. María hefur semsagt átt föður sem fæddist sama ár og til dæmis Mark Twain og sama ár og Darwin kom til Galapagoseyja með skipinu Beagle. Þetta er allnokkuð. Þegar nánar er að gáð má sjá að í ætt Maríu hafa þrír ættliðir spannað fjórar aldir því afi hennar Gunnar Gunnarsson, prestur í Laufási, var fæddur 1781. Þá voru enn sjö ár í frönsku byltinguna en fimm ár liðin frá frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Annars má geta þess að Tryggvi Gunnarsson gerði garðinn bak við Alþingishúsið. Til er fræg ljósmynd af honum að vökva beðin þar með harðkúluhatt á hausnum. Legstaður hans er þar í garðinum og stytta af honum. --- --- --- Það er sniðugt að veita Bjarna Ármannssyni 900 milljóna starfslokasamning á fyrsta maí. Brýnir fólk til átaka í stéttabaráttunni og til að trúa ekki á slagorð eins og stétt með stétt. Annars skrifar Páll Baldvin Baldvinsson ansi góðan leiðara um 1. maí í Fréttablaðið í dag. Eins og talað út úr mínu hjarta. Verkalýðsfélög eru nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun
Ég fór norður í Grímsey í dag til að stjórna málþingi sem þar var haldið á vegum Sjálfstæðisflokksins undir yfirskriftinni Er jörðin flöt? Kannski er ekki góð latína fyrir fjölmiðlamenn að stjórna fundum á vegum stjórnmálaflokka, en ég stóðst ekki mátið að komast út í Grímsey í fyrsta skipti á ævinni. Það þýðir ekki að biðja mig að stjórna pólitískum fundi sem er nær borginni en það. Frá Akureyri og út í eyna flugum við á stórmerkri Dornier-flugvél sem er í eigu Arngríms Jóhannssonar og ekki spillti fyrir að Arngrímur sjálfur flaug vélinni, þessi goðsagnakennda persóna í flugheiminum. Hann flaug lágt alla leiðina út Eyjafjörð og maður naut útsýnisins úr vélinni nema smákafla milli Grímseyjar og lands þegar þoka huldi hafflötinn. Eins og allir alvöru flugmenn er Arngrímur sannur töffari. Hér má sjá mynd af Dorniervélinni sem ég veit að hann er afar stoltur af. Grímsey er stórkostlegur staður og móttökurnar þar í alla staði höfðinglegar. Hins vegar skildist mér á vinafólki mínu þar að íbúarnir væru ekkert sérlega pólitískir - þeir hefðu til dæmis miklu meiri áhuga á fiski en pólitík. Annars virðist fólk lifa góðu lífi þarna norður við heimskautsbaug, í gamla daga var aldrei sultur í Grímsey, þvert í móti er eyjan matarkista, og ekki heyrði ég neinn eyjaskeggja kvarta undan hlutskipti sínu í dag. --- --- --- Á leiðinni í flugvélinni norður yfir heiðar í rak ég augun í merkilega frétt í Mogganum. Látin er María Tryggvadóttir tannsmiður, 89 ára gömul. Þessa konu þekkti ég ekki neitt. En faðir hennar var sögufræg persóna, sjálfur Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður og bankastjóri Landsbankans. Tryggvi andaðist 1917. Samkvæmt Morgunblaðinu fæddist María mánuði eftir lát föður síns. Tryggvi var fæddur 1835 og var 82 ára þegar hann dó. María hefur semsagt átt föður sem fæddist sama ár og til dæmis Mark Twain og sama ár og Darwin kom til Galapagoseyja með skipinu Beagle. Þetta er allnokkuð. Þegar nánar er að gáð má sjá að í ætt Maríu hafa þrír ættliðir spannað fjórar aldir því afi hennar Gunnar Gunnarsson, prestur í Laufási, var fæddur 1781. Þá voru enn sjö ár í frönsku byltinguna en fimm ár liðin frá frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Annars má geta þess að Tryggvi Gunnarsson gerði garðinn bak við Alþingishúsið. Til er fræg ljósmynd af honum að vökva beðin þar með harðkúluhatt á hausnum. Legstaður hans er þar í garðinum og stytta af honum. --- --- --- Það er sniðugt að veita Bjarna Ármannssyni 900 milljóna starfslokasamning á fyrsta maí. Brýnir fólk til átaka í stéttabaráttunni og til að trúa ekki á slagorð eins og stétt með stétt. Annars skrifar Páll Baldvin Baldvinsson ansi góðan leiðara um 1. maí í Fréttablaðið í dag. Eins og talað út úr mínu hjarta. Verkalýðsfélög eru nauðsynleg.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun