Hvað á að endurbyggja? 7. maí 2007 19:38 Um daginn brunnu hús sem stóðu við Lækjartorg. Þau voru ljót og léleg og starfsemin í þeim var ekki til prýði. Við torgið var eitt sinn miðpunktur Reykjavíkur. Þá var þar iðandi mannlíf. Torgið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, nú er það aðallega athvarf fyrir róna og dópista, aðrir sem eiga leið um hraða för sinni til að verða ekki fyrir ágangi útigangslýðsins. Götumyndin við torgið er ótrúlega tætingsleg - eða á maður ekki bara að segja ljót? Það skiptast á lágreist timburhús, sem nú eru mestanpart brunnin til kaldra kola, og klunnalegir steinsteypukassar með brunagöflum. Lækjargatan æðir þarna í gegn. Þetta hefur fengið að drabbast niður. Það sér hvert mannsbarn að það þarf að taka rækilega til hendinni. Ég hef verið spurður að ferðamönnum á Lækjartorgi - hvar er miðbærinn? Þeir standa á torginu og finna hann ekki. --- --- --- Borgarstjórinn í Reykjavík fór í hetjuleik þegar húsin brunnu. Hann var í slökkviliðsbúningi og fór í hita leiksins að gefa út stórar yfirlýsingar - nú er hann fangi þessara yfirlýsinga um að húsin verði endurbyggð. En hvað á að endurbyggja? Húsð í Austurstræti 22 hafði einhverja mynd sem enginn man hver var. Utan á það hafði hlaðist alls kyns skúradrasl og viðbyggingar. Hvað á að leita langt aftur í tímann þegar farið verður að smíða fornminjar - á að endurreisa Pravda eins og skemmtistaðurinn hét, eða kannski tískuverslunina Karnabæ, eða Haraldarbúð sem var þarna einu sinni - eða á að fara allt aftur til tíma Jörundar hundadagakonungs? Þá er víst að það verður ekki byggt úr sömu spýtunum heldur verður þetta meira svona í ætt við lególand. --- --- --- Á það hefur verið bent að í þessu kunni að felast einstakt tækifæri. Það megi byggja af metnaði og glæsibrag. Það hefur verið stungið upp á því að fá einhverja af bestu arkitektum heims til að gera eitthvað sem borgin geti verið stolt af - eitthvað djarft, frumlegt og skemmtilegt. Þá þyrfti að umbylta öllu torginu í leiðinni og baksviði þess líka. Það er hægt að hafa bíó, menningu, lif, ekki bara pylsusjoppu, kebab og næturklúbb þar sem enginn er á ferli nema á nóttinni um helgar. Maður er auðvitað hræddur við að andleysið verði í fyrrirrúmi. Að smíðaðar verði fornminjar og sett þangað inn minjagripabúð og kannski enn eitt kaffihúsið. Eða þá að farin verði önnur leið og byggt enn eitt húsið þar sem skyggt gler er aðaleinkennið. Hálf borgin er að fyllast af slíkum byggingum. Arkitektar virðast vera mikil hjarðdýr. Það er rétt hjá Atla Heimi Sveinssyni sem skrifaði grein um þetta í Moggann - við eigum að fá útlenda arkitekta, ekki íslenska. Þeir íslensku hafa sýnt að þeim er ekki treystandi. --- --- --- Því miður erum við alltof dugleg að veðja á meðalmennskuna hérna - veljum hana eiginlega alltaf þegar hún er í boði. Þorum kannski ekki öðru. Sjáið til dæmis tónlistarhúsið nýja. Þar mun rísa enn ein byggingin með stórum glerhliðum - af þeirri sort sem er verið að byggja alls staðar. Þetta verður álíka spennandi og óperuhúsið í Kaupmannahöfn sem er sorglega meðalmennskulegt. Samt var önnur tillaga að tónlistarhúsinu áberandi best - hún kom frá hinum heimsfræga franska arkitekt Jean Nouvel sem lagði til að húsið liti út eins og stór álfhóll. Það hefði verið flott. --- --- --- Eitt er merkilegt í þessu. Það virðist ekki vera hægt að setja reglur um að hér skuli ríkja einhvers konar samræmi í byggingarlistinni. Og þess vegna er arkítektúrinn allur á tvist og bast. Það er holað niður ruddalegum steypukössum í gamlar götur. Það er eins og megi ekki hafa reglu á neinum hlut - verktakarnir og braskararnir eiga bara að fá að ráða þessu. Það sem hefur skeð niðri á Lindargötu er ekkert annað en fagurfræðilegt glæpaverk. --- --- --- Einu sinni var til ágæt byggingarlist á Íslandi. Nú eru til liðin 75 ár síðan verkamannabústaðirnir við Hringbrautina risu. Þeir voru skipulagðir sem ein lífræn heild. Þarna var nýlenduvöruverslun, mjólkurbúð, brauðbúð, fiskbúð, kjötbúð með kaupmanni sem skrifaði bækur í frístundum, bókasafn til að auðga andann. Bak við húsin var stór og glæsilegur garður. Flest af þessu er því miður horfið - bókasafnið fór síðast. Göngutúr í verkó sýnir manni hversu miklvægt það er að hafa smá samræmi í hlutunum. Nokkru eftir byggingu verkamannabústaðanna slitnaði þráður í byggingarlist og skipulagi hér. Við höfum ekki fundið hann aftur. Annars vegar er bílastæðisminn með sinn groddaskap og hins vegar ofstækisfull verndunarsjónarmið. Við þurfum aðeins meira loft í þessa umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Um daginn brunnu hús sem stóðu við Lækjartorg. Þau voru ljót og léleg og starfsemin í þeim var ekki til prýði. Við torgið var eitt sinn miðpunktur Reykjavíkur. Þá var þar iðandi mannlíf. Torgið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, nú er það aðallega athvarf fyrir róna og dópista, aðrir sem eiga leið um hraða för sinni til að verða ekki fyrir ágangi útigangslýðsins. Götumyndin við torgið er ótrúlega tætingsleg - eða á maður ekki bara að segja ljót? Það skiptast á lágreist timburhús, sem nú eru mestanpart brunnin til kaldra kola, og klunnalegir steinsteypukassar með brunagöflum. Lækjargatan æðir þarna í gegn. Þetta hefur fengið að drabbast niður. Það sér hvert mannsbarn að það þarf að taka rækilega til hendinni. Ég hef verið spurður að ferðamönnum á Lækjartorgi - hvar er miðbærinn? Þeir standa á torginu og finna hann ekki. --- --- --- Borgarstjórinn í Reykjavík fór í hetjuleik þegar húsin brunnu. Hann var í slökkviliðsbúningi og fór í hita leiksins að gefa út stórar yfirlýsingar - nú er hann fangi þessara yfirlýsinga um að húsin verði endurbyggð. En hvað á að endurbyggja? Húsð í Austurstræti 22 hafði einhverja mynd sem enginn man hver var. Utan á það hafði hlaðist alls kyns skúradrasl og viðbyggingar. Hvað á að leita langt aftur í tímann þegar farið verður að smíða fornminjar - á að endurreisa Pravda eins og skemmtistaðurinn hét, eða kannski tískuverslunina Karnabæ, eða Haraldarbúð sem var þarna einu sinni - eða á að fara allt aftur til tíma Jörundar hundadagakonungs? Þá er víst að það verður ekki byggt úr sömu spýtunum heldur verður þetta meira svona í ætt við lególand. --- --- --- Á það hefur verið bent að í þessu kunni að felast einstakt tækifæri. Það megi byggja af metnaði og glæsibrag. Það hefur verið stungið upp á því að fá einhverja af bestu arkitektum heims til að gera eitthvað sem borgin geti verið stolt af - eitthvað djarft, frumlegt og skemmtilegt. Þá þyrfti að umbylta öllu torginu í leiðinni og baksviði þess líka. Það er hægt að hafa bíó, menningu, lif, ekki bara pylsusjoppu, kebab og næturklúbb þar sem enginn er á ferli nema á nóttinni um helgar. Maður er auðvitað hræddur við að andleysið verði í fyrrirrúmi. Að smíðaðar verði fornminjar og sett þangað inn minjagripabúð og kannski enn eitt kaffihúsið. Eða þá að farin verði önnur leið og byggt enn eitt húsið þar sem skyggt gler er aðaleinkennið. Hálf borgin er að fyllast af slíkum byggingum. Arkitektar virðast vera mikil hjarðdýr. Það er rétt hjá Atla Heimi Sveinssyni sem skrifaði grein um þetta í Moggann - við eigum að fá útlenda arkitekta, ekki íslenska. Þeir íslensku hafa sýnt að þeim er ekki treystandi. --- --- --- Því miður erum við alltof dugleg að veðja á meðalmennskuna hérna - veljum hana eiginlega alltaf þegar hún er í boði. Þorum kannski ekki öðru. Sjáið til dæmis tónlistarhúsið nýja. Þar mun rísa enn ein byggingin með stórum glerhliðum - af þeirri sort sem er verið að byggja alls staðar. Þetta verður álíka spennandi og óperuhúsið í Kaupmannahöfn sem er sorglega meðalmennskulegt. Samt var önnur tillaga að tónlistarhúsinu áberandi best - hún kom frá hinum heimsfræga franska arkitekt Jean Nouvel sem lagði til að húsið liti út eins og stór álfhóll. Það hefði verið flott. --- --- --- Eitt er merkilegt í þessu. Það virðist ekki vera hægt að setja reglur um að hér skuli ríkja einhvers konar samræmi í byggingarlistinni. Og þess vegna er arkítektúrinn allur á tvist og bast. Það er holað niður ruddalegum steypukössum í gamlar götur. Það er eins og megi ekki hafa reglu á neinum hlut - verktakarnir og braskararnir eiga bara að fá að ráða þessu. Það sem hefur skeð niðri á Lindargötu er ekkert annað en fagurfræðilegt glæpaverk. --- --- --- Einu sinni var til ágæt byggingarlist á Íslandi. Nú eru til liðin 75 ár síðan verkamannabústaðirnir við Hringbrautina risu. Þeir voru skipulagðir sem ein lífræn heild. Þarna var nýlenduvöruverslun, mjólkurbúð, brauðbúð, fiskbúð, kjötbúð með kaupmanni sem skrifaði bækur í frístundum, bókasafn til að auðga andann. Bak við húsin var stór og glæsilegur garður. Flest af þessu er því miður horfið - bókasafnið fór síðast. Göngutúr í verkó sýnir manni hversu miklvægt það er að hafa smá samræmi í hlutunum. Nokkru eftir byggingu verkamannabústaðanna slitnaði þráður í byggingarlist og skipulagi hér. Við höfum ekki fundið hann aftur. Annars vegar er bílastæðisminn með sinn groddaskap og hins vegar ofstækisfull verndunarsjónarmið. Við þurfum aðeins meira loft í þessa umræðu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun