Allt í plati Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:30 Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi. Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi.
Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira