Athugasemd Egill Helgason skrifar 4. júní 2007 01:09 Ég er fágætlega illa að mér í samningatækni, er örugglega einn af þeim sem semur alltaf af sér, en ég verð að viðurkenna að mér datt aldrei í hug að það sem fór á milli mín og forstjóra 365 væri samningur. Viðbrögðin koma mér algjörlega í opna skjöldu. Mikið er þetta leiðinlegt. Samningaviðræður já - sem voru þó ekki af meiri áhuga en svo að þær voru teknar upp seint og um síðir eftir að ég hafði margsinnis í vetur reynt að fara fram á að yrði samið við mig, svo gerður einn lítill hnykkur, en síðan féll málið niður þangað til mánuði síðar. Eiginlega skil ég ekki tilganginn í því að gera þetta opinbert með þessum hætti. Er þetta einhver tegund af almannatengslum? Þykir einhverjum fýslilegt að láta fólk vinna fyrir sig með fógetavaldi? --- --- --- Ég samdi við Stöð 2 haustið 2005 til tveggja vetra. Sá samningur rann út 31. maí síðastliðinn. Í samningnum voru engin ákvæði um frekara starf fyrir Stöð 2. Ekki heldur um að ég mætti ekki fara að vinna fyrir aðra aðila að þeim tíma loknum. Daginn eftir að þessi samningur kláraðist var tilkynnt að ég hefji störf á Ríkisútvarpinu í haust. Ég kláraði semsagt tíma minn á Stöð 2, skýrði frá framtíðaráformunum daginn eftir. Varla neitt óeðlilegt við það. Leikmaður sem spilar með KR en ætlar að fara í FH tilkynnir um skiptin að keppnistímabilinu loknu. Jú, mér stóð til boða að gera nýjan samning við Stöð 2. En eins og áður segir hafði ekki verið skrifað undir þann samning, að mér vitandi var ekki einu sinni búið að skrifa hann upp. Ég hef að minnsta kosti aldrei séð þá útgáfu. --- --- --- Líkt sjá má í bréfinu frá lögmanni 365 átti hinn nýji samningur að vera til tveggja ára. Það finnst mér ekki vel boðið. Ég fór fram á lengri samning en því var ekki vel tekið. Mér var boðið upp á sama uppsagnarfrest og í fyrri samningum við fyrirtækið - þrjá mánuði. Ég lét vita að það það þætti mér heldur ekki mikið. Þetta teljast ekki merkileg réttindi eða mikið atvinnuöryggi. En lítum nú á. Ef í gildi er samningur milli mín og 365 (sem ég tel ekki vera), þá er uppsagnarfresturinn umræddir þrír mánuðir. Ég get semsé sagt upp samningnum núna og þá er hann útrunninn eftir þrjá mánuði. Það er í september eða í síðasta lagi í byrjun október. Silfrið hefur vanalega hafið göngu sína á svipuðum tíma og þingið byrjar í október. Ég get bætt því við að yfir sumartímann hef ég ekki verið á launum frá 365 svo þeir þurfa ekki einu sinni að borga mér neitt meðan við bíðum eftir því að uppsagnarfresturinn rennur út. --- --- --- Varðandi greiðslu sem ég fékk frá 365 1. júní og lögmaðurinn kýs að draga inn í málið, þá er rétt að geta þess að hún er samkvæmt samningnum sem ég gerði fyrir tveimur árum og telst vera fyrir "orlofsmánuð" eins og segir í plagginu sem ég horfi á hérna á skrifborðinu. Þetta er semsagt sumarfrí sem ég hef áunnið mér með starfinu yfir veturinn og fráleitt að láta skína í eitthvað annað. Að öðru leyti hef ég aldrei fengið greitt meðan þátturinn er í fríi. Illt er að svara hæpnum fullyrðingum, en verra þegar dylgjur bætast við. --- --- --- Maður á auðvitað ekki að þurfa að fara út í flóknar æfingar í kringum þetta. Því bið ég menn vel að lifa og vona að þeir hætti að standa í þessu. Mér finnst þetta einstaklega óáhugavert umhugsunarefni, get eiginlega hugsað mér fátt leiðinlegra og meiri tímasóun en svona lögfræðingastagl. En æ, samt er það einmitt svonalagað sem heldur fyrir manni vöku. Ég hef allt gott um fólkið á 365 að segja - þar með talinn Ara Edwald sem mér er hlýtt til og óska einskis annars en að hann nái að endurreisa fyrirtækið til vegs og virðingar. --- --- --- Einhvers staðar sá ég vangaveltur um að í Silfri Egils kynnu að vera fólgin verðmæti sem 365-miðlar ættu eitthvert tilkall til. Þá er rétt að benda á að þátturinn er mitt höfundarverk allt frá því hann hóf göngu sína á Skjá einum vorið 1999. Ég er eigandi að nafni þáttarins eftir að sjónvarpsstjóri Skjás eins afhenti mér afsal þess efnis fyrir nokkrum árum. Engum sem hefur horft á þáttinn á Stöð 2 hefur heldur dulist að útsendingargæði hans (production value) eru mjög léleg. Eitt af því sem ég hef verið ósáttur við er hversu lítið stöðin hefur lagt í umgjörð hans. Hann hefur verið sendur út úr litlu horni þar sem er nánast ómögulegt að koma fyrir myndavélum eða ljósabúnaði. Þátturinn hefur ekki einu sinni haft sinn eigin pródúsent - allir sem starfa í sjónvarpi vita að slíkt er ekki til fyrirmyndar. Í vetur var ekki gerð ein einasta sjónvarpsauglýsing fyrir þáttinn. Vildi ég halda svona vinnubrögðum áfram væri nær fyrir mig að fara á Omega en RÚV. Silfrið hefur þannig verið það sem kalla má one man show - mér hefur stundum liðið eins og manni sem er að róa báti við hliðina á stóru skipi. --- --- --- En ef einhverjir löglærðir menn komast svo að því að ég sé samningsbundinn 365, þá verð ég víst bara að segja mea maxima culpa. Meiri klaufinn ég. Ég hefði sjálfsagt getað gert þetta betur. En ég ég get líka sagt cui bono - hver er einhverju bættari? --- --- --- PS - En af því verið er að vitna í tölvupósta (sem sanna ekki neitt nema það að samningaumleitanir hafi átt sér stað). Hafa sjálfir eigendur 365 ekki verið með mikil málavafstur fyrir dómstólum til að sanna að ekkert sé að marka tölvupósta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ég er fágætlega illa að mér í samningatækni, er örugglega einn af þeim sem semur alltaf af sér, en ég verð að viðurkenna að mér datt aldrei í hug að það sem fór á milli mín og forstjóra 365 væri samningur. Viðbrögðin koma mér algjörlega í opna skjöldu. Mikið er þetta leiðinlegt. Samningaviðræður já - sem voru þó ekki af meiri áhuga en svo að þær voru teknar upp seint og um síðir eftir að ég hafði margsinnis í vetur reynt að fara fram á að yrði samið við mig, svo gerður einn lítill hnykkur, en síðan féll málið niður þangað til mánuði síðar. Eiginlega skil ég ekki tilganginn í því að gera þetta opinbert með þessum hætti. Er þetta einhver tegund af almannatengslum? Þykir einhverjum fýslilegt að láta fólk vinna fyrir sig með fógetavaldi? --- --- --- Ég samdi við Stöð 2 haustið 2005 til tveggja vetra. Sá samningur rann út 31. maí síðastliðinn. Í samningnum voru engin ákvæði um frekara starf fyrir Stöð 2. Ekki heldur um að ég mætti ekki fara að vinna fyrir aðra aðila að þeim tíma loknum. Daginn eftir að þessi samningur kláraðist var tilkynnt að ég hefji störf á Ríkisútvarpinu í haust. Ég kláraði semsagt tíma minn á Stöð 2, skýrði frá framtíðaráformunum daginn eftir. Varla neitt óeðlilegt við það. Leikmaður sem spilar með KR en ætlar að fara í FH tilkynnir um skiptin að keppnistímabilinu loknu. Jú, mér stóð til boða að gera nýjan samning við Stöð 2. En eins og áður segir hafði ekki verið skrifað undir þann samning, að mér vitandi var ekki einu sinni búið að skrifa hann upp. Ég hef að minnsta kosti aldrei séð þá útgáfu. --- --- --- Líkt sjá má í bréfinu frá lögmanni 365 átti hinn nýji samningur að vera til tveggja ára. Það finnst mér ekki vel boðið. Ég fór fram á lengri samning en því var ekki vel tekið. Mér var boðið upp á sama uppsagnarfrest og í fyrri samningum við fyrirtækið - þrjá mánuði. Ég lét vita að það það þætti mér heldur ekki mikið. Þetta teljast ekki merkileg réttindi eða mikið atvinnuöryggi. En lítum nú á. Ef í gildi er samningur milli mín og 365 (sem ég tel ekki vera), þá er uppsagnarfresturinn umræddir þrír mánuðir. Ég get semsé sagt upp samningnum núna og þá er hann útrunninn eftir þrjá mánuði. Það er í september eða í síðasta lagi í byrjun október. Silfrið hefur vanalega hafið göngu sína á svipuðum tíma og þingið byrjar í október. Ég get bætt því við að yfir sumartímann hef ég ekki verið á launum frá 365 svo þeir þurfa ekki einu sinni að borga mér neitt meðan við bíðum eftir því að uppsagnarfresturinn rennur út. --- --- --- Varðandi greiðslu sem ég fékk frá 365 1. júní og lögmaðurinn kýs að draga inn í málið, þá er rétt að geta þess að hún er samkvæmt samningnum sem ég gerði fyrir tveimur árum og telst vera fyrir "orlofsmánuð" eins og segir í plagginu sem ég horfi á hérna á skrifborðinu. Þetta er semsagt sumarfrí sem ég hef áunnið mér með starfinu yfir veturinn og fráleitt að láta skína í eitthvað annað. Að öðru leyti hef ég aldrei fengið greitt meðan þátturinn er í fríi. Illt er að svara hæpnum fullyrðingum, en verra þegar dylgjur bætast við. --- --- --- Maður á auðvitað ekki að þurfa að fara út í flóknar æfingar í kringum þetta. Því bið ég menn vel að lifa og vona að þeir hætti að standa í þessu. Mér finnst þetta einstaklega óáhugavert umhugsunarefni, get eiginlega hugsað mér fátt leiðinlegra og meiri tímasóun en svona lögfræðingastagl. En æ, samt er það einmitt svonalagað sem heldur fyrir manni vöku. Ég hef allt gott um fólkið á 365 að segja - þar með talinn Ara Edwald sem mér er hlýtt til og óska einskis annars en að hann nái að endurreisa fyrirtækið til vegs og virðingar. --- --- --- Einhvers staðar sá ég vangaveltur um að í Silfri Egils kynnu að vera fólgin verðmæti sem 365-miðlar ættu eitthvert tilkall til. Þá er rétt að benda á að þátturinn er mitt höfundarverk allt frá því hann hóf göngu sína á Skjá einum vorið 1999. Ég er eigandi að nafni þáttarins eftir að sjónvarpsstjóri Skjás eins afhenti mér afsal þess efnis fyrir nokkrum árum. Engum sem hefur horft á þáttinn á Stöð 2 hefur heldur dulist að útsendingargæði hans (production value) eru mjög léleg. Eitt af því sem ég hef verið ósáttur við er hversu lítið stöðin hefur lagt í umgjörð hans. Hann hefur verið sendur út úr litlu horni þar sem er nánast ómögulegt að koma fyrir myndavélum eða ljósabúnaði. Þátturinn hefur ekki einu sinni haft sinn eigin pródúsent - allir sem starfa í sjónvarpi vita að slíkt er ekki til fyrirmyndar. Í vetur var ekki gerð ein einasta sjónvarpsauglýsing fyrir þáttinn. Vildi ég halda svona vinnubrögðum áfram væri nær fyrir mig að fara á Omega en RÚV. Silfrið hefur þannig verið það sem kalla má one man show - mér hefur stundum liðið eins og manni sem er að róa báti við hliðina á stóru skipi. --- --- --- En ef einhverjir löglærðir menn komast svo að því að ég sé samningsbundinn 365, þá verð ég víst bara að segja mea maxima culpa. Meiri klaufinn ég. Ég hefði sjálfsagt getað gert þetta betur. En ég ég get líka sagt cui bono - hver er einhverju bættari? --- --- --- PS - En af því verið er að vitna í tölvupósta (sem sanna ekki neitt nema það að samningaumleitanir hafi átt sér stað). Hafa sjálfir eigendur 365 ekki verið með mikil málavafstur fyrir dómstólum til að sanna að ekkert sé að marka tölvupósta?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun