Stórsigur Sarkozys Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 12:30 Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi. Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi.
Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira