Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu 23. júní 2007 20:15 Forráðamenn Utah Jazz eru orðnir leiðir á vandræðum Kirilenko, en sitja væntanlega uppi með hann næstu árin NordicPhotos/GettyImages Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira