Valdimar Þórsson í Fram

Framarar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í DHL-deild karla næsta vetur. Á blaðamannafundi nú klukkan 16 tilkynnti handknattleiksdeild félagsins að hún hefði gert tveggja ára samning við Valdimar Þórsson, fyrrum leikmann HK. Valdimar hefur verið einn af betri leikmönnum Íslandsmótsins undanfarin ár og skoraði 162 mörk í 21 leik fyrir HK í vetur.