Áherslan á innanríkismál Guðjón Helgason skrifar 28. júní 2007 18:45 Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent