Finninn Kimi Raikkonen sigraði í Frakklandi í dag á Magny-Course brautinni. Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari kom í mark á undan félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, en sá hafði byrjað fremst á ráslínu í dag. Breski nýliðinn, Lewis Hamilton, endaði í þriðja sæti.
Með þriðja sætinu jók Hamilton forskot sitt á Fernando Alonso í 14 stig í einstaklingskeppninni, en Alonso endaði keppni í dag í 7. sæti eftir að hafa verið tíundi á ráslínu.