Vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 19:24 Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur. Erlent Fréttir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur.
Erlent Fréttir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira