Ekki vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 18:30 Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira