Heilbrigðisstarfsfólkið náðað 24. júlí 2007 20:42 Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu.Hjúkrunarfólkið var fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og læknir ættaður frá Palestínu. Yfirvöld í Líbýu segja að þau hafi játað að hafa vísvitandi sýkt meira en 400 libysk börn af alnæmi. Þau voru fyrst dæmd til dauða en þeim dómi svo breytt í ævilangt fangelsi.Hjúkrunarfólkið hélt hinsvegar fram sakleysi sínu fyrir rétti og sagði að játningarnar hefðu verið þvingaðar út úr því með pyntingum. Óháðir vísindamenn sem könnuðu málið telja að börnin hafi verið orðin sýkt áður en fólkið hóf störf við viðkomandi sjúkrahús.Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir við Líbýumenn undanfarin misseri og frekar óljóst hvað þeir fengu fyrir að sleppa fólkinu úr haldi. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hélt því fram í dag að ekkert lausnargjald hefði verið greitt.Hitt er ljóst að Líbýumenn fá bæði mörghundruð milljónir dollara og sömuleiðis aukna pólitíska viðurkenningu hjá Evrópusambandinu. Fullt stjórnmálasamband var krafa sem þeir lögðu fram á síðustu metrunum.Ætlunin mun hafa verið að hjúkrunarfólkið tæki út lífstíðar fangelsisdóma sína í Búlgaríu. Af því verður þó ekki. Meðal þeirra sem mættu út á flugvöll til að taka á móti því var Georgi Parvanov forseti landsins. Hann náðaði fólkið á staðnum. Það getur því væntanlega byrjað að lifa lífi sínu upp á nýtt, eftir átta ára fangavist í Líbýu. Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu.Hjúkrunarfólkið var fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og læknir ættaður frá Palestínu. Yfirvöld í Líbýu segja að þau hafi játað að hafa vísvitandi sýkt meira en 400 libysk börn af alnæmi. Þau voru fyrst dæmd til dauða en þeim dómi svo breytt í ævilangt fangelsi.Hjúkrunarfólkið hélt hinsvegar fram sakleysi sínu fyrir rétti og sagði að játningarnar hefðu verið þvingaðar út úr því með pyntingum. Óháðir vísindamenn sem könnuðu málið telja að börnin hafi verið orðin sýkt áður en fólkið hóf störf við viðkomandi sjúkrahús.Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir við Líbýumenn undanfarin misseri og frekar óljóst hvað þeir fengu fyrir að sleppa fólkinu úr haldi. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hélt því fram í dag að ekkert lausnargjald hefði verið greitt.Hitt er ljóst að Líbýumenn fá bæði mörghundruð milljónir dollara og sömuleiðis aukna pólitíska viðurkenningu hjá Evrópusambandinu. Fullt stjórnmálasamband var krafa sem þeir lögðu fram á síðustu metrunum.Ætlunin mun hafa verið að hjúkrunarfólkið tæki út lífstíðar fangelsisdóma sína í Búlgaríu. Af því verður þó ekki. Meðal þeirra sem mættu út á flugvöll til að taka á móti því var Georgi Parvanov forseti landsins. Hann náðaði fólkið á staðnum. Það getur því væntanlega byrjað að lifa lífi sínu upp á nýtt, eftir átta ára fangavist í Líbýu.
Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent