Sýndarveruleikinn færist nær 30. júlí 2007 12:00 Í Second Life-sýndarheiminum hafa margir háskólar komið sér upp sýndarkennslustofum fyrir fjarkennslu, myndlistarmenn hafa haldið sýningar og tónlistarmenn tónleika. Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com. Vísindi Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com.
Vísindi Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira