Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Guðjón Helgason skrifar 14. ágúst 2007 19:13 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út. Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út.
Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira