Taugatitringur á mörkuðum Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:05 Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%. Mikil taugaveiklun hefur einkennt viðskipti á mörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun. Enn er talið óvíst hversu mikil áhrif samdráttur vegna óhagstæðra fasteignalána í Bandaríkjunum verða. Dow Jones-vísitalan bandaríska fór niður 13 þúsund stig þegar mörkuðum þar í landi var lokað í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði strax um 4,22% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöll OMX á Íslandi í morgun. Krónan veiktist um rúm 2% í morgun og hefur gengi hennar lækkað um 12% á einum mánuði. Hræðslu fjárfesta við hávaxtamynt vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamrakaði er einna helst kennt um. Tyrkneska líran, ástralski dalurinn og sá nýsjálenski eru í svipaðri stöðu og krónan, samkvæmt frétt frá greiningu Glitnis. Í morgun hefur verð á bréfum í helstu félögum á íslenskum markaði lækkað. Verð á bréfum í Exista hefur lækkað um rúm 8%, gengi bréfa í FL Group féll um rúm 6% og verð á hlut í Straumi-Burðarás fór niður um rúm 5%. FTSE vístalan í Lundúnum lækkaði um tæp 3% þegar opnað var fyrir viðskipti þar í borg í morgun og hefur hún lækkað um rúm 10% á rúmum mánuði. Hlutabréfavísitala í Suður-Kóreu lækkaði um 6,5%, og voru viðskipti þar stöðvuð um tíma. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,7%, og Hang Sen vísitalan í Hong Kong um 4%. Sérfræðingar á alþjóðamörkuðum segja það gera öllum erfitt fyrir að ekki sé hægt að meta umfang vandans. Fjölmargir fjárfestingasjóðir séu í vanda vegna vanskila á lánum til húsnæðiskaupa handa fólki með slæmt greiðslumat. Seðlabankar víða um heim halda á meðan áfram að dæla peningum inn í kerfið í von um að tryggja mýkri lendingu. Erlent Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%. Mikil taugaveiklun hefur einkennt viðskipti á mörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun. Enn er talið óvíst hversu mikil áhrif samdráttur vegna óhagstæðra fasteignalána í Bandaríkjunum verða. Dow Jones-vísitalan bandaríska fór niður 13 þúsund stig þegar mörkuðum þar í landi var lokað í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði strax um 4,22% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöll OMX á Íslandi í morgun. Krónan veiktist um rúm 2% í morgun og hefur gengi hennar lækkað um 12% á einum mánuði. Hræðslu fjárfesta við hávaxtamynt vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamrakaði er einna helst kennt um. Tyrkneska líran, ástralski dalurinn og sá nýsjálenski eru í svipaðri stöðu og krónan, samkvæmt frétt frá greiningu Glitnis. Í morgun hefur verð á bréfum í helstu félögum á íslenskum markaði lækkað. Verð á bréfum í Exista hefur lækkað um rúm 8%, gengi bréfa í FL Group féll um rúm 6% og verð á hlut í Straumi-Burðarás fór niður um rúm 5%. FTSE vístalan í Lundúnum lækkaði um tæp 3% þegar opnað var fyrir viðskipti þar í borg í morgun og hefur hún lækkað um rúm 10% á rúmum mánuði. Hlutabréfavísitala í Suður-Kóreu lækkaði um 6,5%, og voru viðskipti þar stöðvuð um tíma. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,7%, og Hang Sen vísitalan í Hong Kong um 4%. Sérfræðingar á alþjóðamörkuðum segja það gera öllum erfitt fyrir að ekki sé hægt að meta umfang vandans. Fjölmargir fjárfestingasjóðir séu í vanda vegna vanskila á lánum til húsnæðiskaupa handa fólki með slæmt greiðslumat. Seðlabankar víða um heim halda á meðan áfram að dæla peningum inn í kerfið í von um að tryggja mýkri lendingu.
Erlent Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira