Einföld lagasetning dygði 29. ágúst 2007 18:55 Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi. Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira