Kom og fór Guðjón Helgason skrifar 10. september 2007 12:15 Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið. Flugvél forsætisráðherrans fyrrverandi lenti á flugvellinum í Íslamabad í morgun. Eftir tveggja klukkustunda reikistefnu þar var Sharif úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu og peningaþvætti. Það gæsluvarðhald var þó skammvinnt því fjórum tímum eftir það var hann kominn um borð í flugvél sem lagði af stað með hann til Jeddah í Sádí Arabíu - þar sem hann hefur dvalið í útlegð síðan 1999 eða frá því Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, kom honum frá völdum í blóðlausri byltingu. Áður en Sharif kom heim í morgun hafði hann lýst því yfir að hann ætlaði að berjast við Musharraf um forsetaembættið í kosningum í næsta mánuði. Mennirnir tveir eru svarnir andstæðingar og þegar þetta fréttist lét Musharraf handtaka tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs. Lögregla herti öryggisgæslu á flugvellinum í höfuðborginni - meðal annars til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Sharfis kæmust þar að til að fagna heimkomu hans. Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í síðasta mánuði að Sharif væri heimilt að snúa aftur til landsins en stjórnvöld og gestgjafar hans í Sádí Arabíu hvatt hann til að gera það ekki og tryggja þar með stöðugleika í landinu. Telja stjórnmálaskýrendur að vinsældir Musharrafs eigi enn eftir að dvína eftir atburði morgunsins og óttast margir að uppúr sjóði. Musharraf hefur hrapað í vinsældum og hefur hann reynt að laga stöðu sína með að semja frið við annan andstæðing, Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, sem einnig er í útlegð. Hún fengi þá forsætisráðherraembættið en Musharraf héldi sínu. Samningar hafa ekki tekist og Bhutto boðað heimkomu þrátt fyrir handtökuskipun vegna spillingarmála. Erlent Fréttir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið. Flugvél forsætisráðherrans fyrrverandi lenti á flugvellinum í Íslamabad í morgun. Eftir tveggja klukkustunda reikistefnu þar var Sharif úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu og peningaþvætti. Það gæsluvarðhald var þó skammvinnt því fjórum tímum eftir það var hann kominn um borð í flugvél sem lagði af stað með hann til Jeddah í Sádí Arabíu - þar sem hann hefur dvalið í útlegð síðan 1999 eða frá því Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, kom honum frá völdum í blóðlausri byltingu. Áður en Sharif kom heim í morgun hafði hann lýst því yfir að hann ætlaði að berjast við Musharraf um forsetaembættið í kosningum í næsta mánuði. Mennirnir tveir eru svarnir andstæðingar og þegar þetta fréttist lét Musharraf handtaka tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs. Lögregla herti öryggisgæslu á flugvellinum í höfuðborginni - meðal annars til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Sharfis kæmust þar að til að fagna heimkomu hans. Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í síðasta mánuði að Sharif væri heimilt að snúa aftur til landsins en stjórnvöld og gestgjafar hans í Sádí Arabíu hvatt hann til að gera það ekki og tryggja þar með stöðugleika í landinu. Telja stjórnmálaskýrendur að vinsældir Musharrafs eigi enn eftir að dvína eftir atburði morgunsins og óttast margir að uppúr sjóði. Musharraf hefur hrapað í vinsældum og hefur hann reynt að laga stöðu sína með að semja frið við annan andstæðing, Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, sem einnig er í útlegð. Hún fengi þá forsætisráðherraembættið en Musharraf héldi sínu. Samningar hafa ekki tekist og Bhutto boðað heimkomu þrátt fyrir handtökuskipun vegna spillingarmála.
Erlent Fréttir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira