Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:45 Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira