Tífaldur munur á stærstu forlögunum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 24. september 2007 18:45 Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira