Kortleggja ferðir skútunnar 26. september 2007 19:00 Bjarni Hrafnkelsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skútusmyglsins er talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis. Lögreglumenn sem nú eru staddir í Færeyjum í tenglsum við málið munu síðar halda til Danmerkur og þaðan þræða þá leið sem skútan fór áður en hún hélt til Íslands. Fimm menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi og einn í Færeyjum í tengslum við málið. Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald en gæsluvarðhald yfir einum þeirra rennur út á morgun. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort krafist verði framlengingar á því. Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru höfuðpaurarnir í skútusmyglinu taldir vera tveir, þeir Einar Jökull Einarsson og Bjarni Hrafnkelsson. Að því er fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni yfir Bjarna þá er hann talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis og Einar Jökull þá um að hafa skipulagt innflutninginn. Um 60 kíló af ólöglegum fíkniefnum fundust um borð í skútunni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir rannsóknina miða vel. Hann segir lögreglumenn hafa farið utan í dag til Færeyja þar sem þeir munu yfirheyra Íslendinginn sem þar situr í gæsluvarðhaldi. Eftir þær yfirheyrslur verði ákveðið hvort farið verði fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Þegar lögreglumennirnir hafa lokið störfum í Færeyjum, halda þeir til Danmerkur til frekari rannsókna. Þaðan munu þeir síðan þræða leið skútunnar, það er fara frá Danmörku til Hollands og Þýskalands en skútan er talin hafa siglt til þessara landa áður en hún hélt til Noregs, Færeyja og loks Íslands. Þá segir Friðrik Smári lögreglu hér á landi meðal annars vera að fara yfir siglingagögn til að kortleggja ferðir skútunnar áður en hún hélt hingað til lands. Pólstjörnumálið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skútusmyglsins er talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis. Lögreglumenn sem nú eru staddir í Færeyjum í tenglsum við málið munu síðar halda til Danmerkur og þaðan þræða þá leið sem skútan fór áður en hún hélt til Íslands. Fimm menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi og einn í Færeyjum í tengslum við málið. Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald en gæsluvarðhald yfir einum þeirra rennur út á morgun. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort krafist verði framlengingar á því. Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru höfuðpaurarnir í skútusmyglinu taldir vera tveir, þeir Einar Jökull Einarsson og Bjarni Hrafnkelsson. Að því er fram kemur í gæsluvarðhaldskröfunni yfir Bjarna þá er hann talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis og Einar Jökull þá um að hafa skipulagt innflutninginn. Um 60 kíló af ólöglegum fíkniefnum fundust um borð í skútunni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir rannsóknina miða vel. Hann segir lögreglumenn hafa farið utan í dag til Færeyja þar sem þeir munu yfirheyra Íslendinginn sem þar situr í gæsluvarðhaldi. Eftir þær yfirheyrslur verði ákveðið hvort farið verði fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Þegar lögreglumennirnir hafa lokið störfum í Færeyjum, halda þeir til Danmerkur til frekari rannsókna. Þaðan munu þeir síðan þræða leið skútunnar, það er fara frá Danmörku til Hollands og Þýskalands en skútan er talin hafa siglt til þessara landa áður en hún hélt til Noregs, Færeyja og loks Íslands. Þá segir Friðrik Smári lögreglu hér á landi meðal annars vera að fara yfir siglingagögn til að kortleggja ferðir skútunnar áður en hún hélt hingað til lands.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira