Grindavík vann í dag góðan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna, 76-62 á útivelli.
Jafnræði var með liðunum framan af en Fjölnisstúlkur voru skrefi á undan. Þær komust í sjö stiga forystu í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Grindavík öll völd í leiknum.
Staðan í hálfleik var 41-30 en leikurinn breyttist mikið þegar Grindavík skoraði átján stig í röð. Staðan breyttist úr 29-21 fyrir Fjölni í 39-29 fyrir Grindavík.
Fjölnir náði að minnka muninn í sex stig í fjórða leikhluta en nær komust leikmenn liðsins ekki.