Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Óli Tynes skrifar 21. október 2007 15:26 Stevens lávarður. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu. Erlent Madeleine McCann Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira