Raikkönen: Misstum aldrei trúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2007 18:22 Kimi Raikkönen fagnar sigri sínum í dag. Nordic Photos / AFP Kimi Raikkönen sagði eftir sigurinn í Brasilíu í dag að hann og lið sitt hefðu aldrei misst trúna á því að liðið gæti staðið upp sem sigurvegari. „Það er rétt að á ákveðnum tímapunkti á tímabilinu var staðan okkar ekki góð en við höfðum alltaf trú á þessu. Við gáfumst heldur ekki upp í dag. Ég þarf að þakka öllu liðinu fyrir. Það stóð sig ekki bara vel í dag heldur hefur það staðið sig vel allt tímabilið," sagði Raikkönen. Finninn fljúgandi stóð undir nafni í dag er hann bar sigur úr býtum í brasilíska kappakstrinum og um leið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. Keppinautar hans um titilinn, ökumenn McLaren, urðu að játa sig sigraða. Fernando Alonso og Lewis Hamilton fengu báðir 109 stig og voru stigi á eftir Raikkönen. Raikkönen getur líka þakkað Felipe Massa sigurinn því sú staðreynd að hann náði öðru sæti í dag gerði það að verkum að Alonso gat ekki náð Raikkönen að stigum. „Það var líka mikil hjálp í Felipe Massa. Ég vil líka þakka stuðningsaðilunum fyrir vel unnin störf." Eins og lokastaðan í stigakeppninni gefut til kynna var spennan mikil í dag. Lewis Hamilton hafnaði í sjöunda sæti en hefði þurft að lenda í fimmta sæti til að hirða titilinn af Raikkönen. Það þýddi að þó svo að Raikkönen hafi komið fyrstur í mark gat hann ekki leyft sér að fagna fyrr en að í ljós kom í hvaða sæti Hamilton hafnaði. „Þetta virtist ætla að taka svo langan tíma en þegar staðfestingin kom var frábært að heyra það. Ég mun svo sannarlega njóta sigursins og í dag er ég afar hamingjusamur maður." Ánægður fyrir hönd liðsins Felipe Massa sætti sig við niðurstöðuna þó hann hefði sjálfsagt viljað vinna á sínum heimaslóðum, á Interlagos-brautinni í Brasilíu. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins. Því miður var ég ekki með í baráttunni um meistaratitilinn þegar það kom að þessari keppni. En ég er ánægður fyrir hönd liðsins. Ferrari vann titilinn og er ég ánægður að ég lagði mitt af mörkum í því. Vonandi verð ég einhverntímann í þessari stöðu en núna samgleðst ég Kimi." Hann segir að öll umdeildu atvik tímabilsins, eins og njósnamálið, hafi sett sitt mark á keppnina. „Það var við hæfi að þessu lyki svona." Frábærar minningar Fernando Alonso var auðmjúkur í tapi sínu í dag en hann varð að láta heimsmeistaratitil sinn af hendi. „Ég hef alltaf sagt að sá sem fær flest stig á tímabilinu er verðskuldaður sigurvegari. Þess vegna óska ég Kimi til hamingju." Hann sagði að keppnin hefði verið mjög erfið og að þeir hafi vitað vel af því fyrirfram. „Vegna vandræða Lewis var ljóst að þriðja sætið myndi ekki duga mér ef Ferrari-mennirnir yrðu í fyrsta og öðru sæti." Miklar deilur hafa verið um ökuþóra McLaren og ekki síst Alonso. Hann þykir vera svarti sauðurinn í liði McLaren. „Öllum er kunnugt um þau vandamál sem ég lenti í á tímabilinu. Það er ekkert leyndarmál. Við reyndum þó að vinna eins vel saman og kostur var. En ég var með frábæran bíl á þessu tímabili og minningarnar frá þessu ári eru mjög góðar. Mér líður mjög vel." Kimi aldrei ánægðari Kimi Raikkönen hóf feril sinn hjá McLaren en skipti yfir til Ferrari fyrir þetta tímabil. Hann virtist gefa í skyn eftir keppnina að það hafi verið mikið skref til batnaðar. „Mér hefur aldrei liðið betur en á þessu tímabili. Þetta var það sem ég vildi ná og allt eftir þetta verður bara bónus." Hann var beðin um að rekja feril sinn, allt frá því að hann tók sín fyrstu skref í íþróttinni. „Það er mjög erfitt að koma orðum að þessu. Ég hafði ekki mikið á milli handanna í upphafi en fjölskyldan mín og vinir hafa ætíð haft mikla trú á mér og stutt mig. Það er þeirra vegna sem ég er hér í dag. Hjá Ferrari erum við líka með frábært lið og við höfum alltaf haft trú á því sem við vorum að gera, jafnvel þegar aðrir voru búnir að afskrifa okkur. Ég verð því að þakka liðinu fyrir enn og aftur." Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkönen heimsmeistari Kimi Raikkönen er heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í ótrúlegri keppni í Brasilíu í dag. 21. október 2007 17:31 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kimi Raikkönen sagði eftir sigurinn í Brasilíu í dag að hann og lið sitt hefðu aldrei misst trúna á því að liðið gæti staðið upp sem sigurvegari. „Það er rétt að á ákveðnum tímapunkti á tímabilinu var staðan okkar ekki góð en við höfðum alltaf trú á þessu. Við gáfumst heldur ekki upp í dag. Ég þarf að þakka öllu liðinu fyrir. Það stóð sig ekki bara vel í dag heldur hefur það staðið sig vel allt tímabilið," sagði Raikkönen. Finninn fljúgandi stóð undir nafni í dag er hann bar sigur úr býtum í brasilíska kappakstrinum og um leið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. Keppinautar hans um titilinn, ökumenn McLaren, urðu að játa sig sigraða. Fernando Alonso og Lewis Hamilton fengu báðir 109 stig og voru stigi á eftir Raikkönen. Raikkönen getur líka þakkað Felipe Massa sigurinn því sú staðreynd að hann náði öðru sæti í dag gerði það að verkum að Alonso gat ekki náð Raikkönen að stigum. „Það var líka mikil hjálp í Felipe Massa. Ég vil líka þakka stuðningsaðilunum fyrir vel unnin störf." Eins og lokastaðan í stigakeppninni gefut til kynna var spennan mikil í dag. Lewis Hamilton hafnaði í sjöunda sæti en hefði þurft að lenda í fimmta sæti til að hirða titilinn af Raikkönen. Það þýddi að þó svo að Raikkönen hafi komið fyrstur í mark gat hann ekki leyft sér að fagna fyrr en að í ljós kom í hvaða sæti Hamilton hafnaði. „Þetta virtist ætla að taka svo langan tíma en þegar staðfestingin kom var frábært að heyra það. Ég mun svo sannarlega njóta sigursins og í dag er ég afar hamingjusamur maður." Ánægður fyrir hönd liðsins Felipe Massa sætti sig við niðurstöðuna þó hann hefði sjálfsagt viljað vinna á sínum heimaslóðum, á Interlagos-brautinni í Brasilíu. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins. Því miður var ég ekki með í baráttunni um meistaratitilinn þegar það kom að þessari keppni. En ég er ánægður fyrir hönd liðsins. Ferrari vann titilinn og er ég ánægður að ég lagði mitt af mörkum í því. Vonandi verð ég einhverntímann í þessari stöðu en núna samgleðst ég Kimi." Hann segir að öll umdeildu atvik tímabilsins, eins og njósnamálið, hafi sett sitt mark á keppnina. „Það var við hæfi að þessu lyki svona." Frábærar minningar Fernando Alonso var auðmjúkur í tapi sínu í dag en hann varð að láta heimsmeistaratitil sinn af hendi. „Ég hef alltaf sagt að sá sem fær flest stig á tímabilinu er verðskuldaður sigurvegari. Þess vegna óska ég Kimi til hamingju." Hann sagði að keppnin hefði verið mjög erfið og að þeir hafi vitað vel af því fyrirfram. „Vegna vandræða Lewis var ljóst að þriðja sætið myndi ekki duga mér ef Ferrari-mennirnir yrðu í fyrsta og öðru sæti." Miklar deilur hafa verið um ökuþóra McLaren og ekki síst Alonso. Hann þykir vera svarti sauðurinn í liði McLaren. „Öllum er kunnugt um þau vandamál sem ég lenti í á tímabilinu. Það er ekkert leyndarmál. Við reyndum þó að vinna eins vel saman og kostur var. En ég var með frábæran bíl á þessu tímabili og minningarnar frá þessu ári eru mjög góðar. Mér líður mjög vel." Kimi aldrei ánægðari Kimi Raikkönen hóf feril sinn hjá McLaren en skipti yfir til Ferrari fyrir þetta tímabil. Hann virtist gefa í skyn eftir keppnina að það hafi verið mikið skref til batnaðar. „Mér hefur aldrei liðið betur en á þessu tímabili. Þetta var það sem ég vildi ná og allt eftir þetta verður bara bónus." Hann var beðin um að rekja feril sinn, allt frá því að hann tók sín fyrstu skref í íþróttinni. „Það er mjög erfitt að koma orðum að þessu. Ég hafði ekki mikið á milli handanna í upphafi en fjölskyldan mín og vinir hafa ætíð haft mikla trú á mér og stutt mig. Það er þeirra vegna sem ég er hér í dag. Hjá Ferrari erum við líka með frábært lið og við höfum alltaf haft trú á því sem við vorum að gera, jafnvel þegar aðrir voru búnir að afskrifa okkur. Ég verð því að þakka liðinu fyrir enn og aftur."
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkönen heimsmeistari Kimi Raikkönen er heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í ótrúlegri keppni í Brasilíu í dag. 21. október 2007 17:31 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kimi Raikkönen heimsmeistari Kimi Raikkönen er heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í ótrúlegri keppni í Brasilíu í dag. 21. október 2007 17:31
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti