Sigurður Eggertsson samdi í dag við Valsmenn eftir skamma dvöl hjá Skanderborg í Danmörku.
Hann er uppalinn Valsmaður og hefur þar að auki leikið fimmtán landsleiki. Koma Sigurðar kemur til með að styrkja Valsmenn.
Valur byrjaði fremur rólega í N1-deild karla í haust en Íslandsmeistararnir hafa verið að finna sitt gamla form að undanförnu.
Liðið tapaði sínum fyrstu þremur leikjum á mótinu, gerði svo jafntefli við HK og hefur síðan þá unnið þrjá leiki í röð.
Næst mætir Valur liði Hauka á Ásvöllum á miðvikudaginn kemur.