Vitni sá kærustu Murats með Madeleine Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 19. nóvember 2007 10:07 MYND/AFP Leynilögreglumenn sögðu í gærkvöldi að þeir væru 100 prósent vissir um að finna Madeleine McCann á lífi. Þetta sögðu þeir eftir að vitni sagðist hafa séð kærustu Roberts Murat halda á barni sem vafið var inn í teppi. Vitnið sagði að Michaela Walczuch hafi haldið á barninu frá einum bíl inn í annan þar sem karlmaður tók við því aðeins tveimur dögum eftir að Maddie hvarf af hótelherberginu 3. maí síðastliðinn. Leynilögreglumenn sem Kate og Gerry McCann réðu frá spænskri leynilögregluskrifstofu, Metodo3, sögðu að vitnið hefði sagt að Walczuch hafi tekið barnið úr bílnum og sett hana inn í annan bíl í miðhluta Portúgal, 150 kílómetrum frá sumarleyfisstaðnum Praia da Luz. Samkvæmt breska blaðinu Mirror bar vitnið kennsl á kærustu Murats eftir að hafa verið sýndar nokkrar ljósmyndir. Clarence Mitchell talsmaður hjónanna sagði Kate og Gerry afar bjartsýn eftir þessar nýjustu upplýsingar, en sem fyrr væru þau varkár og treystu engu fyrr en það væri staðfest af yfirvöldum. Portúgalska lögreglan hefur viðurkennt að hún hefði ekki átt að hverfa frá kenningunni um að Madeleine hafi verið rænt. Því er einnig haldið fram að annar maður hafi verið með Walczuch en hún stóð fyrir utan bílinn á bílastæði þegar hún afhenti barnið. Francisco Marco yfirmaður Metodo 3 segir að þessar upplýsingar tengist framburði Jane Tanner, vinkonu hjónanna úr Tapaz 9 hópnum sem hefur borið vitni um að hafa séð mann halda á barninu frá hótelinu kvöldið sem hún hvarf. Það var einungis örskömmu eftir að Gerry fór síðast inn á hótelherbergið til að gæta að börnunum á meðan þau voru þar öll þrjú. Tanner sagði að barnið hefði verið í bleikum náttfötum og berfætt þegar það var borið frá hótelinu. Vitni Metodo 3 hringdi í sérstaka símaþjónustu sem komið var á fót vegna málsins. Walczuch og Murat, sem var fyrstur grunaður í málinu, neituðu bæði að tjá sig um þessar upplýsingar í gærkvöldi. Walczuch er fædd í Þýskalandi en býr í Lagos nálægt Praia da Luz ásamt fyrrverandi eiginmanni, Luis Antonio og átta ára gamalli dóttur. Hún var fyrst yfirheyrð af lögreglu 14. maí vegna hvarfsins á Madeleine ásamt Murat sem hún hefur verið í ástarsambandi við í tvö ár, og fyrrverandi eiginmanni sem er sundlaugahreinsir. Kate boðið að semja við lögregluÍ fréttaskýringaþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC í kvöld er fjallað um málið og meðal annars er þar viðtal við Philomenu, systur Gerry McCann. Þar kemur fram að Kate hafi öskrað þegar lögmaður hennar sagði henni frá tilboði lögreglunnar um að ef að hún játaði manndráp, myndi hún sleppa með einungis tvö ár í reiði. Philomena var í símanum og heyrði þegar Kate öskraði, „nei, nei." Hún segir í þættinum að tilfinningarnar og viðbjóður Kate á tillögunni hafi greinilega fundist á þessum viðbrögðum. Í dag eru 200 dagar síðan Madeleine hvarf. Foreldrar hennar hafa fengið réttarstöðu grunaðra í málinu og hafa verið ásökuð um að hafa myrt dóttur sína og losað sig við líkið. Þrír vina Kate og Gery, Russel O´Brien, Rachael Oldfield og Fiona Payne hafa öll sagt að þau hafi séð Murat við hótelið eftir að Madeleine hvarf. Murat sem býr í Praia da Luz ásam 71 árs gamalli móður sinni hefur haldið því fram að hann hafi verið heima kvöldið sem Madeleine hvarf. Móðir hans staðfestir það í Panorama í kvöld. Hún segist hafa farið út að labba með hundinn sinn eins og hún geri á hverju kvöldi. Klukkan 8 hafi Murat verið kominn heim og þau spjallað; „Ég hefði vitað ef hann hefði farið út," sagði hún. Madeleine McCann Tengdar fréttir Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. 21. október 2007 15:26 Pabbi Madeleine snýr aftur til vinnu Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi. 15. nóvember 2007 08:32 Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. 1. nóvember 2007 12:20 Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine. 11. nóvember 2007 17:11 Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. 6. nóvember 2007 11:58 Ráðherrar funda um Madeleine McCann Mál Madeleine McCann kom til tals á fundi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, í Lissabon í gær. 19. október 2007 07:10 Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25. október 2007 10:06 10 manns segjast hafa séð Madeleine í Marokkó Tíu einstaklingar sem ekkert tengjast innbyrðis telja sig hafa séð Madeleine McCann í Marokkó á undanförnum misserum. 30. október 2007 13:10 Sá mann með Madeleine litlu Jane Tanner, vinkona McCann hjónanna, sagði frá því í dag að hún hefði séð mann fara á brott með barn frá hótelinu sem hjónin gistu á í Portúgal í sumar. 16. nóvember 2007 18:22 Börn McCann hjónanna fengu aldrei svefnlyf Ný rannsókn hefur leitt í ljós að tvíburasystkinum Madeleine McCann var ekki gefið svefnlyf daginn sem hún hvarf í Portúgal. 20. október 2007 13:50 Madeleine rænt eftir pöntun Valinn hópur einkaspæjara sem nú leitar að Madeleine McCann telur að ránið á henni hafi verið eftir pöntun. 28. október 2007 10:44 Er þetta ræningi Maddie? McCann fjölskyldan hefur sent frá sér teikningu listamanns af hugsanlegum mannræningja dóttur þeirra Madeleine. Teikningin er byggð á frásögn Jane Tanner, vini þeirra Jerry og Kate McCann, en hún snæddi kvöldverð með þeim hjónum á þeim tíma sem Madeleine var rænt í Portúgal. 27. október 2007 09:36 100% viss um að Maddie sé á lífi Einkaspæjarar sem foreldrar Maddie McCann hafa ráðið til að leysa ráðgátunum um hvarf hennar eru handvissir um að hún sé á líf og að ekki líði á löngu þar til þeir hafi upp á henni. 18. nóvember 2007 12:58 Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16. nóvember 2007 10:50 Robert Murat yfirheyrður aftur Lögreglan í Portúgal mun yfirheyra Robert Murat aftur, en hann var fyrsti grunaði aðilinn í rannsókninni á hvarfi Madeleine. Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að Maddie litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz og fékk þá réttarstöðu grunaðs. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu í tengslum við málið. 31. október 2007 16:30 Sá mann í leyni á hóteli Madeleine Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu. 31. október 2007 15:14 McCann hjónin greiddu lán úr sjóði Madeleine Gerry og Kate McCann borguðu tvær afborganir af íbúðarláni úr sjóðnum sem settur var á stofn til að efla leitina að Madeleine og styðja fjölskylduna. Þegar hjónin fengu hins vegar réttarstöðu grunaðra í Portúgal ákváðu þau að nota sjóðinn ekki fyrir persónulegar greiðslur. 30. október 2007 13:20 DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi. 5. nóvember 2007 12:16 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Leynilögreglumenn sögðu í gærkvöldi að þeir væru 100 prósent vissir um að finna Madeleine McCann á lífi. Þetta sögðu þeir eftir að vitni sagðist hafa séð kærustu Roberts Murat halda á barni sem vafið var inn í teppi. Vitnið sagði að Michaela Walczuch hafi haldið á barninu frá einum bíl inn í annan þar sem karlmaður tók við því aðeins tveimur dögum eftir að Maddie hvarf af hótelherberginu 3. maí síðastliðinn. Leynilögreglumenn sem Kate og Gerry McCann réðu frá spænskri leynilögregluskrifstofu, Metodo3, sögðu að vitnið hefði sagt að Walczuch hafi tekið barnið úr bílnum og sett hana inn í annan bíl í miðhluta Portúgal, 150 kílómetrum frá sumarleyfisstaðnum Praia da Luz. Samkvæmt breska blaðinu Mirror bar vitnið kennsl á kærustu Murats eftir að hafa verið sýndar nokkrar ljósmyndir. Clarence Mitchell talsmaður hjónanna sagði Kate og Gerry afar bjartsýn eftir þessar nýjustu upplýsingar, en sem fyrr væru þau varkár og treystu engu fyrr en það væri staðfest af yfirvöldum. Portúgalska lögreglan hefur viðurkennt að hún hefði ekki átt að hverfa frá kenningunni um að Madeleine hafi verið rænt. Því er einnig haldið fram að annar maður hafi verið með Walczuch en hún stóð fyrir utan bílinn á bílastæði þegar hún afhenti barnið. Francisco Marco yfirmaður Metodo 3 segir að þessar upplýsingar tengist framburði Jane Tanner, vinkonu hjónanna úr Tapaz 9 hópnum sem hefur borið vitni um að hafa séð mann halda á barninu frá hótelinu kvöldið sem hún hvarf. Það var einungis örskömmu eftir að Gerry fór síðast inn á hótelherbergið til að gæta að börnunum á meðan þau voru þar öll þrjú. Tanner sagði að barnið hefði verið í bleikum náttfötum og berfætt þegar það var borið frá hótelinu. Vitni Metodo 3 hringdi í sérstaka símaþjónustu sem komið var á fót vegna málsins. Walczuch og Murat, sem var fyrstur grunaður í málinu, neituðu bæði að tjá sig um þessar upplýsingar í gærkvöldi. Walczuch er fædd í Þýskalandi en býr í Lagos nálægt Praia da Luz ásamt fyrrverandi eiginmanni, Luis Antonio og átta ára gamalli dóttur. Hún var fyrst yfirheyrð af lögreglu 14. maí vegna hvarfsins á Madeleine ásamt Murat sem hún hefur verið í ástarsambandi við í tvö ár, og fyrrverandi eiginmanni sem er sundlaugahreinsir. Kate boðið að semja við lögregluÍ fréttaskýringaþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC í kvöld er fjallað um málið og meðal annars er þar viðtal við Philomenu, systur Gerry McCann. Þar kemur fram að Kate hafi öskrað þegar lögmaður hennar sagði henni frá tilboði lögreglunnar um að ef að hún játaði manndráp, myndi hún sleppa með einungis tvö ár í reiði. Philomena var í símanum og heyrði þegar Kate öskraði, „nei, nei." Hún segir í þættinum að tilfinningarnar og viðbjóður Kate á tillögunni hafi greinilega fundist á þessum viðbrögðum. Í dag eru 200 dagar síðan Madeleine hvarf. Foreldrar hennar hafa fengið réttarstöðu grunaðra í málinu og hafa verið ásökuð um að hafa myrt dóttur sína og losað sig við líkið. Þrír vina Kate og Gery, Russel O´Brien, Rachael Oldfield og Fiona Payne hafa öll sagt að þau hafi séð Murat við hótelið eftir að Madeleine hvarf. Murat sem býr í Praia da Luz ásam 71 árs gamalli móður sinni hefur haldið því fram að hann hafi verið heima kvöldið sem Madeleine hvarf. Móðir hans staðfestir það í Panorama í kvöld. Hún segist hafa farið út að labba með hundinn sinn eins og hún geri á hverju kvöldi. Klukkan 8 hafi Murat verið kominn heim og þau spjallað; „Ég hefði vitað ef hann hefði farið út," sagði hún.
Madeleine McCann Tengdar fréttir Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. 21. október 2007 15:26 Pabbi Madeleine snýr aftur til vinnu Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi. 15. nóvember 2007 08:32 Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. 1. nóvember 2007 12:20 Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine. 11. nóvember 2007 17:11 Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. 6. nóvember 2007 11:58 Ráðherrar funda um Madeleine McCann Mál Madeleine McCann kom til tals á fundi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, í Lissabon í gær. 19. október 2007 07:10 Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25. október 2007 10:06 10 manns segjast hafa séð Madeleine í Marokkó Tíu einstaklingar sem ekkert tengjast innbyrðis telja sig hafa séð Madeleine McCann í Marokkó á undanförnum misserum. 30. október 2007 13:10 Sá mann með Madeleine litlu Jane Tanner, vinkona McCann hjónanna, sagði frá því í dag að hún hefði séð mann fara á brott með barn frá hótelinu sem hjónin gistu á í Portúgal í sumar. 16. nóvember 2007 18:22 Börn McCann hjónanna fengu aldrei svefnlyf Ný rannsókn hefur leitt í ljós að tvíburasystkinum Madeleine McCann var ekki gefið svefnlyf daginn sem hún hvarf í Portúgal. 20. október 2007 13:50 Madeleine rænt eftir pöntun Valinn hópur einkaspæjara sem nú leitar að Madeleine McCann telur að ránið á henni hafi verið eftir pöntun. 28. október 2007 10:44 Er þetta ræningi Maddie? McCann fjölskyldan hefur sent frá sér teikningu listamanns af hugsanlegum mannræningja dóttur þeirra Madeleine. Teikningin er byggð á frásögn Jane Tanner, vini þeirra Jerry og Kate McCann, en hún snæddi kvöldverð með þeim hjónum á þeim tíma sem Madeleine var rænt í Portúgal. 27. október 2007 09:36 100% viss um að Maddie sé á lífi Einkaspæjarar sem foreldrar Maddie McCann hafa ráðið til að leysa ráðgátunum um hvarf hennar eru handvissir um að hún sé á líf og að ekki líði á löngu þar til þeir hafi upp á henni. 18. nóvember 2007 12:58 Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16. nóvember 2007 10:50 Robert Murat yfirheyrður aftur Lögreglan í Portúgal mun yfirheyra Robert Murat aftur, en hann var fyrsti grunaði aðilinn í rannsókninni á hvarfi Madeleine. Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að Maddie litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz og fékk þá réttarstöðu grunaðs. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu í tengslum við málið. 31. október 2007 16:30 Sá mann í leyni á hóteli Madeleine Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu. 31. október 2007 15:14 McCann hjónin greiddu lán úr sjóði Madeleine Gerry og Kate McCann borguðu tvær afborganir af íbúðarláni úr sjóðnum sem settur var á stofn til að efla leitina að Madeleine og styðja fjölskylduna. Þegar hjónin fengu hins vegar réttarstöðu grunaðra í Portúgal ákváðu þau að nota sjóðinn ekki fyrir persónulegar greiðslur. 30. október 2007 13:20 DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi. 5. nóvember 2007 12:16 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. 21. október 2007 15:26
Pabbi Madeleine snýr aftur til vinnu Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi. 15. nóvember 2007 08:32
Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. 1. nóvember 2007 12:20
Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine. 11. nóvember 2007 17:11
Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. 6. nóvember 2007 11:58
Ráðherrar funda um Madeleine McCann Mál Madeleine McCann kom til tals á fundi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, í Lissabon í gær. 19. október 2007 07:10
Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25. október 2007 10:06
10 manns segjast hafa séð Madeleine í Marokkó Tíu einstaklingar sem ekkert tengjast innbyrðis telja sig hafa séð Madeleine McCann í Marokkó á undanförnum misserum. 30. október 2007 13:10
Sá mann með Madeleine litlu Jane Tanner, vinkona McCann hjónanna, sagði frá því í dag að hún hefði séð mann fara á brott með barn frá hótelinu sem hjónin gistu á í Portúgal í sumar. 16. nóvember 2007 18:22
Börn McCann hjónanna fengu aldrei svefnlyf Ný rannsókn hefur leitt í ljós að tvíburasystkinum Madeleine McCann var ekki gefið svefnlyf daginn sem hún hvarf í Portúgal. 20. október 2007 13:50
Madeleine rænt eftir pöntun Valinn hópur einkaspæjara sem nú leitar að Madeleine McCann telur að ránið á henni hafi verið eftir pöntun. 28. október 2007 10:44
Er þetta ræningi Maddie? McCann fjölskyldan hefur sent frá sér teikningu listamanns af hugsanlegum mannræningja dóttur þeirra Madeleine. Teikningin er byggð á frásögn Jane Tanner, vini þeirra Jerry og Kate McCann, en hún snæddi kvöldverð með þeim hjónum á þeim tíma sem Madeleine var rænt í Portúgal. 27. október 2007 09:36
100% viss um að Maddie sé á lífi Einkaspæjarar sem foreldrar Maddie McCann hafa ráðið til að leysa ráðgátunum um hvarf hennar eru handvissir um að hún sé á líf og að ekki líði á löngu þar til þeir hafi upp á henni. 18. nóvember 2007 12:58
Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16. nóvember 2007 10:50
Robert Murat yfirheyrður aftur Lögreglan í Portúgal mun yfirheyra Robert Murat aftur, en hann var fyrsti grunaði aðilinn í rannsókninni á hvarfi Madeleine. Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að Maddie litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz og fékk þá réttarstöðu grunaðs. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu í tengslum við málið. 31. október 2007 16:30
Sá mann í leyni á hóteli Madeleine Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu. 31. október 2007 15:14
McCann hjónin greiddu lán úr sjóði Madeleine Gerry og Kate McCann borguðu tvær afborganir af íbúðarláni úr sjóðnum sem settur var á stofn til að efla leitina að Madeleine og styðja fjölskylduna. Þegar hjónin fengu hins vegar réttarstöðu grunaðra í Portúgal ákváðu þau að nota sjóðinn ekki fyrir persónulegar greiðslur. 30. október 2007 13:20
DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi. 5. nóvember 2007 12:16