Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna 25. nóvember 2007 18:50 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga." Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga."
Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira