Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.
Katrín hefur spilað með Val síðan 2004 er hún kom heim frá Noregi. Undanfarin tvö ár hefur hún verið fyrirliði liðsins.
Hún á að baki 66 leiki með A-landsliði Íslands og hefur hún skorað í þeim níu mörk.