„Nauðsynlegar aðgerðir,“ segir Bush 19. september 2008 14:45 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ræðir við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Mynd/AP „Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. . Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
„Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. .
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira