Seðlabankar í Bandaríkjunum, á evrusvæðinu, í Bretlandi, Sviss og í Svíþjóð lækkuðu í dag stýrivexti óvænt um 0,5 prósent í dag. Bankarnir tóku ákvörðunin í sameiningu til að bregðast við versnandi aðstæðum í efnahagslífinu.
Stýrivextir í Bandaríkjunum fara við þetta í 1,5 prósent.
Í sameiginlegri tilkynningu bankanna segir að fjármálakreppan hafi þrengt mjög að efnahagslífi landanna og ógnað stöðugleika. Því verði að slaka á peningamálastjórn landanna.
Þá ákvað japanski seðlabankinn fyrr í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum.
Fyrr í vikunni lækkaði seðlabanki Ástralíu stýrivexti og var reiknað með því í gær að seðlabankar víða um heim myndu feta sömu leið.

