Hlynur og Sigurður taka við þjálfun Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 15:02 Hlynur Bæringsson, leikmaður og þjálfari Snæfells. Mynd/E. Stefán Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst." Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst."
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira