Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum 27. nóvember 2008 09:30 Rýnt í tölurnar. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira