Matur

Grillaður kjúklingur í dýrindis marineringu

Grillaður kjúklingur

Mangóið skorið í þunnar sneiðar.

Mangó, soyasósa, ólívuolía, agave síróp og hunang sett með mangóinu á kjúklingasneiðarnar. Haft í marineringu ca. klukkutíma.

Möndlukartöflur

Ólívuolía og niðurskorinn hvítlaukur sett í eldfast mót. Möndlukartöflur settar útí. Niðursoðnir kirsuberjatómatar settir yfir kartöflurnar og sjávarsalti stráð yfir. Látið malla meðan kjúklingurinn er grillaður.

Sósan út á kjúklinginn í lokin

Hlynsírópi og soyasósu blandað saman og sett í glas og síðan hellt útá grillaðan kjúklinginn.

Niðurskorinn kjúklingur- magn fer eftir fjölda gesta

Marinering

1 stk. mangó
2 msk. soyasósa
1-2 msk. ólívuolía
1 msk. agave síróp
1 msk. hunang








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.