Mál Pistorius fyrir áfrýjunardómstól 28. apríl 2008 11:21 Oscar Pistorius. Nordic Photos / Getty Images Mál Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius fer fyrir alþjóðlegan áfrýjunardómstól á morgun. Pistorius notast við sérstakan búnað frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri en hann missti báða fætur fyrir neðan hné þegar hann var barn. Í janúar síðastliðnum úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að Pistorius væri óheimilt að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum í hlaupaíþróttum þar sem búnaðurinn veitti honum ósanngjarnt forskot á aðra keppendur. Össur gerði alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu IAAF en málið verður tekið fyrir á morgun og stenda málaferli yfir í tvo daga. Niðurstöðu er svo að vænta á næstu vikum. Niðurstaða IAAF er byggð á rannsókn Gert-Peter Brüggemann, þýsks prófessors sem komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius noti 25 prósent minni orku en ófatlaðir hlauparar. Því er Pistorius ósammála og hefur gengist undir próf og rannsóknir í Bandaríkjunum til að sanna mál sitt. „Ég er mjög ánægður með að málið sé tekið fyrir nú því það gefur mér tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking," sagði hann. Fyrir fjórum árum vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í 200 metra hlaupi. Hann á heimsmet fatlaðra í 100 m, 200 og 400 m hlaupi. Hann varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á meistaramóti Suður-Afríku þar sem hann keppti við ófatlaða hlaupara. Hér að neðan má sjá samanburð á heimsmetum hans í keppni fatlaðra og hins vegar heimsmetum í 100 m, 200 m og 400 m hlaupi. 100 metra hlaup: Heimsmet: 9,74 sekúndur (Asafa Powell, Jamaíku, sett 2007) Pistorius: 10,91 sekúnda (sett 2007) A-lágmark fyrir ÓL 2008: 10,21 sekúndur B-lágmark: 10,28 sekúndur 200 metra hlaup: Heimsmet: 19,32 sekúndur (Michael Johnson, sett 1996) Pistorius: 21,58 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 20,59 sekúndur B-lágmark: 20,75 sekúndur 400 metra hlaup: Heimsmet: 43,18 sekúndur (Michael Johnson, sett 1999) Pistorius: 46,56 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 45,55 sekúndur B-lágmark: 45,95 sekúndur Erlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Mál Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius fer fyrir alþjóðlegan áfrýjunardómstól á morgun. Pistorius notast við sérstakan búnað frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri en hann missti báða fætur fyrir neðan hné þegar hann var barn. Í janúar síðastliðnum úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að Pistorius væri óheimilt að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum í hlaupaíþróttum þar sem búnaðurinn veitti honum ósanngjarnt forskot á aðra keppendur. Össur gerði alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu IAAF en málið verður tekið fyrir á morgun og stenda málaferli yfir í tvo daga. Niðurstöðu er svo að vænta á næstu vikum. Niðurstaða IAAF er byggð á rannsókn Gert-Peter Brüggemann, þýsks prófessors sem komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius noti 25 prósent minni orku en ófatlaðir hlauparar. Því er Pistorius ósammála og hefur gengist undir próf og rannsóknir í Bandaríkjunum til að sanna mál sitt. „Ég er mjög ánægður með að málið sé tekið fyrir nú því það gefur mér tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking," sagði hann. Fyrir fjórum árum vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í 200 metra hlaupi. Hann á heimsmet fatlaðra í 100 m, 200 og 400 m hlaupi. Hann varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á meistaramóti Suður-Afríku þar sem hann keppti við ófatlaða hlaupara. Hér að neðan má sjá samanburð á heimsmetum hans í keppni fatlaðra og hins vegar heimsmetum í 100 m, 200 m og 400 m hlaupi. 100 metra hlaup: Heimsmet: 9,74 sekúndur (Asafa Powell, Jamaíku, sett 2007) Pistorius: 10,91 sekúnda (sett 2007) A-lágmark fyrir ÓL 2008: 10,21 sekúndur B-lágmark: 10,28 sekúndur 200 metra hlaup: Heimsmet: 19,32 sekúndur (Michael Johnson, sett 1996) Pistorius: 21,58 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 20,59 sekúndur B-lágmark: 20,75 sekúndur 400 metra hlaup: Heimsmet: 43,18 sekúndur (Michael Johnson, sett 1999) Pistorius: 46,56 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 45,55 sekúndur B-lágmark: 45,95 sekúndur
Erlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira