Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig 7. nóvember 2008 22:03 Hlynur tók sig vel út í búningi Blika í kvöld eftir að Snæfellingar gleymdu búningum sínum heima. Mynd/Valli "Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Lið Snæfells náði heilt yfir ekki að nýta sér þann mikla hæðarmun sem var á liðunum og var sóknarleikur liðsins á köflum frekar ryðgaður þó baráttan væri í fínu lagi að venju. "Við náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig og þegar þristarnir hættu að detta hjá okkur vorum við bara í tómu rugli," sagði Hlynur móður eftir átökin. Við spurðum hann hvernig honum hefði liðið þegar skot Nemanja Sovic var að dansa á hringnum þegar leiktíminn í venjulegum leiktíma var að renna út og staðan var jöfn 67-67. "Pumpan bara stoppaði á meðan, en hann komst upp með að taka NBA skref áður en hann tók skotið," sagði Hlynur í léttum dúr. Hann skoraði 11 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Svo fór að lokum að Snæfellingar höfðu sigur 79-74 og var Hlynur ánægður með sigurinn þó liðið hafi ekki spilað eins vel og hann hefði óskað. "Það var ekkert gefið að koma hingað og vinna þetta lið því þeir voru með fleiri sigra en við. Þeir spila fína svæðisvörn og eru vel þjálfaðir af Einari Árna. Ekki kannski eins vel þjálfaðir og liðið okkar, en vel þjálfaðir," sagði Hlynur glottandi, en hann er settur þjálfari Snæfells eins og flestir vita. "Ég var bara kominn með krampa þarna síðustu þrjár mínúturnar og er í engu formi, það verður bara að viðurkennast - enda æfi ég ekki neitt. Maður blæs bara eins og hvalur eftir smá tíma. Ég verð að vera í almennilegu formi til að geta spilað minn eðlilega leik," sagði Hlynur og sagðist ekki reikna með að komast í almennilegt stand fyrr um áramót. Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
"Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Lið Snæfells náði heilt yfir ekki að nýta sér þann mikla hæðarmun sem var á liðunum og var sóknarleikur liðsins á köflum frekar ryðgaður þó baráttan væri í fínu lagi að venju. "Við náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig og þegar þristarnir hættu að detta hjá okkur vorum við bara í tómu rugli," sagði Hlynur móður eftir átökin. Við spurðum hann hvernig honum hefði liðið þegar skot Nemanja Sovic var að dansa á hringnum þegar leiktíminn í venjulegum leiktíma var að renna út og staðan var jöfn 67-67. "Pumpan bara stoppaði á meðan, en hann komst upp með að taka NBA skref áður en hann tók skotið," sagði Hlynur í léttum dúr. Hann skoraði 11 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Svo fór að lokum að Snæfellingar höfðu sigur 79-74 og var Hlynur ánægður með sigurinn þó liðið hafi ekki spilað eins vel og hann hefði óskað. "Það var ekkert gefið að koma hingað og vinna þetta lið því þeir voru með fleiri sigra en við. Þeir spila fína svæðisvörn og eru vel þjálfaðir af Einari Árna. Ekki kannski eins vel þjálfaðir og liðið okkar, en vel þjálfaðir," sagði Hlynur glottandi, en hann er settur þjálfari Snæfells eins og flestir vita. "Ég var bara kominn með krampa þarna síðustu þrjár mínúturnar og er í engu formi, það verður bara að viðurkennast - enda æfi ég ekki neitt. Maður blæs bara eins og hvalur eftir smá tíma. Ég verð að vera í almennilegu formi til að geta spilað minn eðlilega leik," sagði Hlynur og sagðist ekki reikna með að komast í almennilegt stand fyrr um áramót.
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira