Hvað gerðist? Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 17. október 2008 05:00 Kapítalismanum hefur verið spáð dauða í þrjú hundruð ár, enda á hann ófáa andstæðinga. Síðasta spáin mun ekki rætast fremur en hinar fyrri. Við frjáls viðskipti skapast mestu verðmætin. Andlátsfregnin af „nýfrjálshyggjunni" er líka röng. Hún gat ekki dáið, af því að hún var aldrei til. Orðið var aðeins enn eitt uppnefnið á hinni klassísku frjálshyggju Johns Locke og Adams Smith. Það er söguleg kaldhæðni, sé lánsfjárkreppan 2008 talin sýna að stórauka þurfi ríkisafskipti. Rætur hennar liggja ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu. Bandarískir húsnæðislánasjóðir, sem störfuðu við ríkisábyrgð og rýmri reglur en bankar, veittu lán til fólks, sem bersýnilega gat ekki staðið í skilum. Að frumkvæði Robertu Achtenberg, sem var aðstoðarráðherra í stjórn Clintons forseta um miðjan tíunda áratug, var lánastofnunum bannað að mismuna minnihlutahópum (til dæmis að lána hlutfallslega meira til hvítra manna en svartra), og skipti þá greiðslugeta litlu máli. Afleiðingin var, að eignasöfn banka fylltust af undirmálslánum, og hver hætti loks að treysta öðrum. Kapítalismi hvílir á trausti. Þegar slíkt traust minnkaði skyndilega, eftir að upp komst um undirmálslán, hættu bankar að veita hver öðrum fyrirgreiðslu, svo að hinir skuldugustu þeirra hrundu. Lánsfjárskorturinn á alþjóðamarkaði bitnaði illa á íslensku bönkunum, sem höfðu vaxið hratt og skulduðu mikið. Sumir þeirra höfðu líka í eignasöfnum sínum eins konar undirmálslán, sem þeir höfðu veitt áhættukapítalistum eins og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en hann á sem kunnugt er marga íslensku fjölmiðlana, svo að þaðan var lítt von gagnrýni á umsvif hans. Sjálfum þótti mér til um framtakssemi Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans. Nú er mér ljóst, að Davíð Oddsson, sem varaði ætíð við ævintýramönnum, sá lengra. Ég var þó ekki einn um þessa glámskyggni. Ólafur Ragnar Grímsson og Össur Skarphéðinsson gengu miklu lengra. Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins neituðu fyrir ári að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans eignir OR, skrifaði Össur á bloggsíðu sína að „valdarán" þeirra sex myndi kosta Reykvíkinga milljarðatugi. Ólafur Ragnar var klappstjóri óreiðumannanna. Stærstu bönkunum íslensku tókst samt furðu vel að standa af sér lánsfjárkreppuna, uns bresku jafnaðarmennirnir Gordon Brown og Alistair Darling felldu þá með fullkomnu gerræði nú í október. Það er reginhneyksli, að forystumenn annars ríkis í Atlantshafsbandalaginu skyldu beita lögum um hryðjuverkavarnir til að gera stærstu íslensku bankana gjaldþrota. Nú reyna þeir Brown og Darling að neyða Íslendinga til að skuldbinda sig langt umfram það, sem þeim ber lagaskylda til. Vonandi mistekst það, þótt úr vöndu sé að ráða fyrir lítið land. Tryggingasjóður bankainnstæðna ber ábyrgð á innstæðum í íslenskum bönkum samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ekki ríkið. Því síður ber ríkið ábyrgð á skuldum einkaþotufólks við íslensku bankana. En ef okkur tekst að losa af herðum okkar skuldaklafa, sem aðrir hafa stofnað til, og höldum síðan rétt á málum, þá er bjart framundan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Kapítalismanum hefur verið spáð dauða í þrjú hundruð ár, enda á hann ófáa andstæðinga. Síðasta spáin mun ekki rætast fremur en hinar fyrri. Við frjáls viðskipti skapast mestu verðmætin. Andlátsfregnin af „nýfrjálshyggjunni" er líka röng. Hún gat ekki dáið, af því að hún var aldrei til. Orðið var aðeins enn eitt uppnefnið á hinni klassísku frjálshyggju Johns Locke og Adams Smith. Það er söguleg kaldhæðni, sé lánsfjárkreppan 2008 talin sýna að stórauka þurfi ríkisafskipti. Rætur hennar liggja ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu. Bandarískir húsnæðislánasjóðir, sem störfuðu við ríkisábyrgð og rýmri reglur en bankar, veittu lán til fólks, sem bersýnilega gat ekki staðið í skilum. Að frumkvæði Robertu Achtenberg, sem var aðstoðarráðherra í stjórn Clintons forseta um miðjan tíunda áratug, var lánastofnunum bannað að mismuna minnihlutahópum (til dæmis að lána hlutfallslega meira til hvítra manna en svartra), og skipti þá greiðslugeta litlu máli. Afleiðingin var, að eignasöfn banka fylltust af undirmálslánum, og hver hætti loks að treysta öðrum. Kapítalismi hvílir á trausti. Þegar slíkt traust minnkaði skyndilega, eftir að upp komst um undirmálslán, hættu bankar að veita hver öðrum fyrirgreiðslu, svo að hinir skuldugustu þeirra hrundu. Lánsfjárskorturinn á alþjóðamarkaði bitnaði illa á íslensku bönkunum, sem höfðu vaxið hratt og skulduðu mikið. Sumir þeirra höfðu líka í eignasöfnum sínum eins konar undirmálslán, sem þeir höfðu veitt áhættukapítalistum eins og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en hann á sem kunnugt er marga íslensku fjölmiðlana, svo að þaðan var lítt von gagnrýni á umsvif hans. Sjálfum þótti mér til um framtakssemi Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans. Nú er mér ljóst, að Davíð Oddsson, sem varaði ætíð við ævintýramönnum, sá lengra. Ég var þó ekki einn um þessa glámskyggni. Ólafur Ragnar Grímsson og Össur Skarphéðinsson gengu miklu lengra. Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins neituðu fyrir ári að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans eignir OR, skrifaði Össur á bloggsíðu sína að „valdarán" þeirra sex myndi kosta Reykvíkinga milljarðatugi. Ólafur Ragnar var klappstjóri óreiðumannanna. Stærstu bönkunum íslensku tókst samt furðu vel að standa af sér lánsfjárkreppuna, uns bresku jafnaðarmennirnir Gordon Brown og Alistair Darling felldu þá með fullkomnu gerræði nú í október. Það er reginhneyksli, að forystumenn annars ríkis í Atlantshafsbandalaginu skyldu beita lögum um hryðjuverkavarnir til að gera stærstu íslensku bankana gjaldþrota. Nú reyna þeir Brown og Darling að neyða Íslendinga til að skuldbinda sig langt umfram það, sem þeim ber lagaskylda til. Vonandi mistekst það, þótt úr vöndu sé að ráða fyrir lítið land. Tryggingasjóður bankainnstæðna ber ábyrgð á innstæðum í íslenskum bönkum samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ekki ríkið. Því síður ber ríkið ábyrgð á skuldum einkaþotufólks við íslensku bankana. En ef okkur tekst að losa af herðum okkar skuldaklafa, sem aðrir hafa stofnað til, og höldum síðan rétt á málum, þá er bjart framundan.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun