Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.
Liðin léku vináttulandsleik á sunnudaginn og lauk þeim leik með jafntefli, 1-1. Edda Garðarsdóttir kom Íslendingum yfir í síðari hálfleik en Finnar jöfnuðu metin í uppbótartíma.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn á morgun.
Byrjunarliðið: (4-5-1):
María B. Ágústsdóttir (m)
Ásta Árnadóttir
Katrín Jónsdóttir (f)
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Ólína G. Viðarsdóttir
Erla Steina Arnardóttir
Dóra Stefánsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Katrín Ómarsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir