Tryggvi Haraldsson og Hafsteinn Ingason munu leika með Haukum í handboltanum næsta tímabil samkvæmt heimildum vefsíðunnar handbolti.is. Þeir hafa síðustu ár leikið með Ribe í Danmörku.
Þeim er ætlað að fylla skörðin sem Halldór Ingólfsson og Jón Karl Björnsson munu skilja eftir sig en þeir ætla að leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil.
Báðir eru Tryggvi og Hafsteinn hornamenn en Hafsteinn getur einnig leikið sem skytta. Þeir eru fyrrum leikmenn ÍR.