Land Rover sextugur 30. apríl 2008 14:28 30. apríl fyrir 60 árum var sögulegur í breskri bílasögu: Fyrsti Land Roverinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Amsterdam. Enn þann dag í dag má finna erfðavísa þessa fyrsta bíls í Defender-línunni frá Land Rover. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru enn nokkrir vélarhlutir algjörlega óbreyttir frá upphafi: Meðal annars olíutappi og festing til þess að binda niður seglþakið. Aðrir hlutir í bílnum hafa þó breyst umtalsvert, samhliða því sem tækninni hefur fleygt fram. Í dag eru bílarnir frá Land Rover ekki hvað síst þekktir fyrir að vera sterkbyggð og fjölhæf ökutæki. Land Rover er nú með fimm bíla vörulínu með Range Rover í forsæti. Sala þessara bresku jálka hefur heldur aldrei verið meiri, en alls seldust 226.000 ökutæki í fyrra, árið 2007.Drottningin sýnir velþóknun sínaFyrir stuttu fékk Land Rover snemmbúna afmælisgjöf í formi viðurkenninga frá Elísabetu Englandsdrottningu fyrir frumkvöðlastarfsemi. Fyrri viðurkenningin var fyrir alþjóðleg viðskipti og var hún veitt í tilefni þess að útflutningur á seldum Land Rover bílum náði verðmæti 4 milljóna punda á ári, til alls 147 landa. Það eru lönd á borð við Kína og Rússland sem aukið hafa söluna mest. Seinni viðurkenningin var fyrir nýsköpun og var hún veitt fyrir hið lofaða Terrain Response kerfi. En með því að snúa einum hnappi í miðjustokk bílsins er kveikt á sérstöku kerfi í bílnum sem aðlagar öll kerfi bílsins að viðkomandi landslagi. Í raun má segja að þetta samsvari því að hafa ökusérfræðing þér við hlið í akstrinum.Afmælisveisla, Bubbi Morthens og hópaksturÍ sumar mun Land Rover halda afmælisárið hátíðlegt með sérstökum uppákomum. Á Íslandi er það innflutningsaðilinn B&L annars vegar og eigendaklúbburinn Íslandrover hisn vegar sem hafa veg og vanda af hátíðarhöldunum. Formleg afmælisveisla verður í B&L að Grjóthálsi núna á laugardaginn frá kl. 12-16 og verður þar mikið um dýrðir. Boðið verður upp á pulsur og gos og konungurinn sjálfur og andlit Land Rover á Íslandi, Bubbi Morthens, mætir og tekur nokkur lög. Einnig verður sýning á gömlum Land Rover bílum og boðið upp á reynsluakstur í þeim, sem og þjálfun á nýrri bíla Land Rover. Kl. 16:15 leggja Land Rover eigendur síðan upp í halarófu í hópakstur um Reykjavík og enda í Laugardalnum. Lögreglan mun fylgja bílunum.Um miðjan júlí verður svo sérstök afmælishátíð í Húnaveri með þátttöku Land Rover eigenda víða að.Saga velgengniSaga Land Rover er saga stórkostlegra breskrar verkfræðikunnáttu og framleiðslu, frá upphafi til dagsins í dag. Í verksmiðjum Land Rover nærri Birmingham og Liverpool og á rannsóknarstofum fyrirtækisins í Midlands, starfa alls um 8.500 manns. Þá er talið að fyrirtækið hafi ruðningsáhrif sem skapar um 40.000 störf til viðbótar hjá bílasölum.Þýðingarmesta fjórhjóladrifna ökutæki fyrr og síðarFrá því að fyrsti bíllinn sem kallaðist Lína 1 kom af færibandinu hafa bílar frá Land Rover haft mikil áhrif á markaðinn fyrir fjórhjóladrifna bíla. Árið 1970 kynnti fyrirtækið til sögunnar Range Rover, en bíllinn olli straumhvörfum og hefur af bílatímaritum verið útnefndur eitt þýðingarmesta fjórhjóladrifna ökutæki fyrr og síðar - en Range Rover var í raun fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn til þess að henta jafnt á vegum sem utan vega. Í dag eru svo bílarnir Discovery 3, Freelander 2 og Range Rover Sport komnir við hlið stóru bræðranna, Range Rover og Defender.Land Rover fer inn á torfærustu svæði veraldarTengsl við ævintýraleit hefur fylgt fyrirtækinu frá upphafi. Útivistarfólk, bændur, vísindamenn, náttúruunnendur og íþróttaiðkendur hafa allir notað Land Roverinn til þess að komast inn á einhver torfærustu svæði veraldar. Frá upphafi hafa ökutæki fyrirtækisins verið nýtt af mannúðar- og umhverfisverndarsamtökum og er Land Rover í dag formlegur stuðningsaðili margra slíkra samtaka og útvegar þeim árlega bíla án endurgjalds. Nefna má samtök á borð við Born Free Foundation, Biosphere, Earthwatch, the Royal Geographical Society og the China Exploration and Research Society.„Saga Land Rover er í senn löng og nafntoguð - og framtíðin er líka spennandi," segir Phil Popham, framkvæmdastjóri Land Rover í tilkynningu sem send var út í dag í tilefni afmælisins: „Við ætlum að tryggja að ökutæki fyrirtækisins skipti áfram máli og að við getum mætt kröfum viðskiptavina okkar í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Fyrr á þessu ári sviptum við hulunni af framtíðinni okkar - dísel tvinnbíl. Þetta undirstrikar að Land Rover mun halda áfram að þróast, þar sem akstursgeta, samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni skipa sér efst á lista." Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent
30. apríl fyrir 60 árum var sögulegur í breskri bílasögu: Fyrsti Land Roverinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Amsterdam. Enn þann dag í dag má finna erfðavísa þessa fyrsta bíls í Defender-línunni frá Land Rover. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru enn nokkrir vélarhlutir algjörlega óbreyttir frá upphafi: Meðal annars olíutappi og festing til þess að binda niður seglþakið. Aðrir hlutir í bílnum hafa þó breyst umtalsvert, samhliða því sem tækninni hefur fleygt fram. Í dag eru bílarnir frá Land Rover ekki hvað síst þekktir fyrir að vera sterkbyggð og fjölhæf ökutæki. Land Rover er nú með fimm bíla vörulínu með Range Rover í forsæti. Sala þessara bresku jálka hefur heldur aldrei verið meiri, en alls seldust 226.000 ökutæki í fyrra, árið 2007.Drottningin sýnir velþóknun sínaFyrir stuttu fékk Land Rover snemmbúna afmælisgjöf í formi viðurkenninga frá Elísabetu Englandsdrottningu fyrir frumkvöðlastarfsemi. Fyrri viðurkenningin var fyrir alþjóðleg viðskipti og var hún veitt í tilefni þess að útflutningur á seldum Land Rover bílum náði verðmæti 4 milljóna punda á ári, til alls 147 landa. Það eru lönd á borð við Kína og Rússland sem aukið hafa söluna mest. Seinni viðurkenningin var fyrir nýsköpun og var hún veitt fyrir hið lofaða Terrain Response kerfi. En með því að snúa einum hnappi í miðjustokk bílsins er kveikt á sérstöku kerfi í bílnum sem aðlagar öll kerfi bílsins að viðkomandi landslagi. Í raun má segja að þetta samsvari því að hafa ökusérfræðing þér við hlið í akstrinum.Afmælisveisla, Bubbi Morthens og hópaksturÍ sumar mun Land Rover halda afmælisárið hátíðlegt með sérstökum uppákomum. Á Íslandi er það innflutningsaðilinn B&L annars vegar og eigendaklúbburinn Íslandrover hisn vegar sem hafa veg og vanda af hátíðarhöldunum. Formleg afmælisveisla verður í B&L að Grjóthálsi núna á laugardaginn frá kl. 12-16 og verður þar mikið um dýrðir. Boðið verður upp á pulsur og gos og konungurinn sjálfur og andlit Land Rover á Íslandi, Bubbi Morthens, mætir og tekur nokkur lög. Einnig verður sýning á gömlum Land Rover bílum og boðið upp á reynsluakstur í þeim, sem og þjálfun á nýrri bíla Land Rover. Kl. 16:15 leggja Land Rover eigendur síðan upp í halarófu í hópakstur um Reykjavík og enda í Laugardalnum. Lögreglan mun fylgja bílunum.Um miðjan júlí verður svo sérstök afmælishátíð í Húnaveri með þátttöku Land Rover eigenda víða að.Saga velgengniSaga Land Rover er saga stórkostlegra breskrar verkfræðikunnáttu og framleiðslu, frá upphafi til dagsins í dag. Í verksmiðjum Land Rover nærri Birmingham og Liverpool og á rannsóknarstofum fyrirtækisins í Midlands, starfa alls um 8.500 manns. Þá er talið að fyrirtækið hafi ruðningsáhrif sem skapar um 40.000 störf til viðbótar hjá bílasölum.Þýðingarmesta fjórhjóladrifna ökutæki fyrr og síðarFrá því að fyrsti bíllinn sem kallaðist Lína 1 kom af færibandinu hafa bílar frá Land Rover haft mikil áhrif á markaðinn fyrir fjórhjóladrifna bíla. Árið 1970 kynnti fyrirtækið til sögunnar Range Rover, en bíllinn olli straumhvörfum og hefur af bílatímaritum verið útnefndur eitt þýðingarmesta fjórhjóladrifna ökutæki fyrr og síðar - en Range Rover var í raun fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn til þess að henta jafnt á vegum sem utan vega. Í dag eru svo bílarnir Discovery 3, Freelander 2 og Range Rover Sport komnir við hlið stóru bræðranna, Range Rover og Defender.Land Rover fer inn á torfærustu svæði veraldarTengsl við ævintýraleit hefur fylgt fyrirtækinu frá upphafi. Útivistarfólk, bændur, vísindamenn, náttúruunnendur og íþróttaiðkendur hafa allir notað Land Roverinn til þess að komast inn á einhver torfærustu svæði veraldar. Frá upphafi hafa ökutæki fyrirtækisins verið nýtt af mannúðar- og umhverfisverndarsamtökum og er Land Rover í dag formlegur stuðningsaðili margra slíkra samtaka og útvegar þeim árlega bíla án endurgjalds. Nefna má samtök á borð við Born Free Foundation, Biosphere, Earthwatch, the Royal Geographical Society og the China Exploration and Research Society.„Saga Land Rover er í senn löng og nafntoguð - og framtíðin er líka spennandi," segir Phil Popham, framkvæmdastjóri Land Rover í tilkynningu sem send var út í dag í tilefni afmælisins: „Við ætlum að tryggja að ökutæki fyrirtækisins skipti áfram máli og að við getum mætt kröfum viðskiptavina okkar í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Fyrr á þessu ári sviptum við hulunni af framtíðinni okkar - dísel tvinnbíl. Þetta undirstrikar að Land Rover mun halda áfram að þróast, þar sem akstursgeta, samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni skipa sér efst á lista."
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent