Með krakkana til Köben Hallgrímur Helgason skrifar 7. júní 2008 06:00 Fjölskyldan átti fagra daga við Eyrarsund. Foreldrar tóku sér langþráð frí og drifu börnin með í Tívolí, dýragarð og Dyrehavsbakken. Og fóru um allt á hjólum. Brekkulaust er landið Dana og ljúft að láta sig líða eftir Strandvejen með barn að baki. Yfirþýðandi íslenskra bókmennta á dönsku, ljúfmennið Kim Lembek, var svo góður að lána okkur íbúð sína við sjóina fögru. Íbúðin var full af íslenskum skáldsögum í danskri útgáfu. Allar bækur Arnaldar nýkomnar í kilju og Sendiherra Braga glóðvolgur í skáp, plakat af Sjón yfir tölvunni og ævisaga Laxness eftir Halldór Guðmundsson í handriti á skrifborðinu. Að auki er Kim langt kominn með þýðingu á Njálu og fleiri Íslendingasögur bíða. Ef einhverjir eiga fálkaorðu skilið eru það menn eins og Lembek. Íslenskir höfundar fá allir góða dóma í Danmörku, segja fróðir. Við þykjum hafa annan stíl og segja skrýtnari sögur en sagðar eru í flata landinu. Þekkt blaðakona segir danska höfunda flesta útskrifaða úr sama Skabende skrift kúrsinum. Fátíðindi sögð í fáum orðum eru tískan í bókmenntum Dana. Í bókabúðum má sjá titla eins og „Min far kan lide fugle". Á laugardegi bauð Friðrik Weisshappel í bröns á nýjum Laundromat stað þeirra félaga, á Austurbrú. Frikki var fagur að sjá þennan daginn enda hafði hann beðið sinnar heittelskuðu fyrr um morguninn. Hún sýndi hringinn stolt á meðan frumburðurinn svaf í sínu frumburðarrúmi. Það er gaman að sjá góðan dreng blómstra í borginni við sundið en Reykjavík saknar þó mannsins sem teiknaði umgjörð tveggja kynslóða. Frikki Weiss bjó til Kaffibarinn, Gráa köttinn, Kaupfélagið (sem heimskir menn eyðilögðu) og fleira gott, en hamingjan spyr víst ekki um ríkisfang. Í Tívolí eyddum við heilum degi. Krökkunum þótti skemmtilegast í Den Flyvende Kuffert, sem er nýjasta skemmtireiðin í garðinum, þar sem svifið er um ævintýraheim HC Andersens í opnu kofforti; farið um 18 sögur á 8 mínútum. Þetta gaf hugmynd: Í Sagnagarðinum í Laugardal mætti ríða á plastfákum á milli Íslendingasagna. Við sitjum á sjóði sem er jafn vannýtt auðlind og heita vatnið. Á Kastrup kom babb í ferðabát. Borgarfulltrúinn í hópnum hafði dagana á undan skeiðað um barnalistahátíðir Bretlands og komið þaðan beint til Köben. Hún hafði því ekki nýtt fyrri legg flugmiðans (sem við höfðum safnað fyrir með ótal ferðum lögðum inn í Vildarklúbb Flugleiða). En þar með var miðinn ónýtur (!) var okkur tjáð í innritun fyrir heimferð, seint á sunnudagskvöldi. Símar fóru á loft en allt kom fyrir ekki: Okkur var skipað að kaupa nýjan miða, annars yrði eitt okkar eftir. Þar sem móðir stóð í stappi við innritunarborð tilkynnti sonur að hann hefði pissað í buxurnar. Þegar faðir var hálfnaður í því hreinsiverki tilkynnti starfsmaður að við værum að missa af vélinni. Miðavesen hafði tekið sinn tíma: Nú voru 20 mínútur í flugtak og við áttum eftir passaskoðun, vopnaleit og kílómeterinn út í hlið. Starfsmaðurinn hafði vart sleppt orðinu þegar dóttirin sagðist þurfa að kúka. Ég skipaði henni að halda í sér um leið og ég sveiflaði rassberum dreng upp á farangurskerru og skeiðaði af stað, án þess að kveðja frúna sem enn stóð miðalaus við afgreiðsluborð. Sonurinn mætti hálfnakinn til vopnaleitar en dóttirin hélt sprengjunni í sér óséðri. Hinsvegar höfðu barnaskæri í eigu Kim Lembeks óvart ratað í handtösku og fyrir vikið lenti stressaður faðir í haldi öryggisvarða. „Det er bare sådan et börnesaks." „Ja, men det er forbudt," kvað vörður. „Jeg tror ikke at Al Qaeda manufakterer börnesaks." Fyrir þessi orð var mér haldið í 5 mínútur í viðbót. En var þó sleppt að lokum, og nú voru aðeins 7 mínútur til umráða. Svitablautur með tvö börn á öxlinni náði ég loks í sætið og rétt áður en hurð skall í fals birtist frúin. Af svip hennar að dæma hafði hún þurft að kaupa sér nýjan flugmiða upp á heilar 50.000 krónur. Vildarklúbbur var orðinn Óvildarklúbbur. Hvernig getur flugfélagið leyft sér að tvíselja sæti sín? Höfuðröksemdin er sú að „no-show-kostnaðurinn" sé að sliga flugfélögin. Þau vilja fá að selja ónotuð sæti aftur. Vart geta það talist löglegir viðskiptahættir að fyrirtæki endurselji vöru sem þegar hefur verið seld? Ekki endurselja leikhúsin sæti þótt upphaflegur kaupandi þeirra mæti of seint á sýningu? En slagurinn er ekki búinn. Frúin er staðráðin í að fá miðann endurgreiddan, og verður eitt þrumuský ef minnst er á málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Fjölskyldan átti fagra daga við Eyrarsund. Foreldrar tóku sér langþráð frí og drifu börnin með í Tívolí, dýragarð og Dyrehavsbakken. Og fóru um allt á hjólum. Brekkulaust er landið Dana og ljúft að láta sig líða eftir Strandvejen með barn að baki. Yfirþýðandi íslenskra bókmennta á dönsku, ljúfmennið Kim Lembek, var svo góður að lána okkur íbúð sína við sjóina fögru. Íbúðin var full af íslenskum skáldsögum í danskri útgáfu. Allar bækur Arnaldar nýkomnar í kilju og Sendiherra Braga glóðvolgur í skáp, plakat af Sjón yfir tölvunni og ævisaga Laxness eftir Halldór Guðmundsson í handriti á skrifborðinu. Að auki er Kim langt kominn með þýðingu á Njálu og fleiri Íslendingasögur bíða. Ef einhverjir eiga fálkaorðu skilið eru það menn eins og Lembek. Íslenskir höfundar fá allir góða dóma í Danmörku, segja fróðir. Við þykjum hafa annan stíl og segja skrýtnari sögur en sagðar eru í flata landinu. Þekkt blaðakona segir danska höfunda flesta útskrifaða úr sama Skabende skrift kúrsinum. Fátíðindi sögð í fáum orðum eru tískan í bókmenntum Dana. Í bókabúðum má sjá titla eins og „Min far kan lide fugle". Á laugardegi bauð Friðrik Weisshappel í bröns á nýjum Laundromat stað þeirra félaga, á Austurbrú. Frikki var fagur að sjá þennan daginn enda hafði hann beðið sinnar heittelskuðu fyrr um morguninn. Hún sýndi hringinn stolt á meðan frumburðurinn svaf í sínu frumburðarrúmi. Það er gaman að sjá góðan dreng blómstra í borginni við sundið en Reykjavík saknar þó mannsins sem teiknaði umgjörð tveggja kynslóða. Frikki Weiss bjó til Kaffibarinn, Gráa köttinn, Kaupfélagið (sem heimskir menn eyðilögðu) og fleira gott, en hamingjan spyr víst ekki um ríkisfang. Í Tívolí eyddum við heilum degi. Krökkunum þótti skemmtilegast í Den Flyvende Kuffert, sem er nýjasta skemmtireiðin í garðinum, þar sem svifið er um ævintýraheim HC Andersens í opnu kofforti; farið um 18 sögur á 8 mínútum. Þetta gaf hugmynd: Í Sagnagarðinum í Laugardal mætti ríða á plastfákum á milli Íslendingasagna. Við sitjum á sjóði sem er jafn vannýtt auðlind og heita vatnið. Á Kastrup kom babb í ferðabát. Borgarfulltrúinn í hópnum hafði dagana á undan skeiðað um barnalistahátíðir Bretlands og komið þaðan beint til Köben. Hún hafði því ekki nýtt fyrri legg flugmiðans (sem við höfðum safnað fyrir með ótal ferðum lögðum inn í Vildarklúbb Flugleiða). En þar með var miðinn ónýtur (!) var okkur tjáð í innritun fyrir heimferð, seint á sunnudagskvöldi. Símar fóru á loft en allt kom fyrir ekki: Okkur var skipað að kaupa nýjan miða, annars yrði eitt okkar eftir. Þar sem móðir stóð í stappi við innritunarborð tilkynnti sonur að hann hefði pissað í buxurnar. Þegar faðir var hálfnaður í því hreinsiverki tilkynnti starfsmaður að við værum að missa af vélinni. Miðavesen hafði tekið sinn tíma: Nú voru 20 mínútur í flugtak og við áttum eftir passaskoðun, vopnaleit og kílómeterinn út í hlið. Starfsmaðurinn hafði vart sleppt orðinu þegar dóttirin sagðist þurfa að kúka. Ég skipaði henni að halda í sér um leið og ég sveiflaði rassberum dreng upp á farangurskerru og skeiðaði af stað, án þess að kveðja frúna sem enn stóð miðalaus við afgreiðsluborð. Sonurinn mætti hálfnakinn til vopnaleitar en dóttirin hélt sprengjunni í sér óséðri. Hinsvegar höfðu barnaskæri í eigu Kim Lembeks óvart ratað í handtösku og fyrir vikið lenti stressaður faðir í haldi öryggisvarða. „Det er bare sådan et börnesaks." „Ja, men det er forbudt," kvað vörður. „Jeg tror ikke at Al Qaeda manufakterer börnesaks." Fyrir þessi orð var mér haldið í 5 mínútur í viðbót. En var þó sleppt að lokum, og nú voru aðeins 7 mínútur til umráða. Svitablautur með tvö börn á öxlinni náði ég loks í sætið og rétt áður en hurð skall í fals birtist frúin. Af svip hennar að dæma hafði hún þurft að kaupa sér nýjan flugmiða upp á heilar 50.000 krónur. Vildarklúbbur var orðinn Óvildarklúbbur. Hvernig getur flugfélagið leyft sér að tvíselja sæti sín? Höfuðröksemdin er sú að „no-show-kostnaðurinn" sé að sliga flugfélögin. Þau vilja fá að selja ónotuð sæti aftur. Vart geta það talist löglegir viðskiptahættir að fyrirtæki endurselji vöru sem þegar hefur verið seld? Ekki endurselja leikhúsin sæti þótt upphaflegur kaupandi þeirra mæti of seint á sýningu? En slagurinn er ekki búinn. Frúin er staðráðin í að fá miðann endurgreiddan, og verður eitt þrumuský ef minnst er á málið.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun