Mikill skellur á Wall Street 22. september 2008 20:24 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira