Vopnahlé á Íslandi 7. janúar 2008 11:34 Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER.