Stefnt er að því hjá norska kvennaliðinu Levanger að kynna nýjan þálfara um mánaðarmótin. Valið stendur á milli tveggja en annar þeirra er Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals.
Ágúst hefur lýst yfir miklum áhuga á því að taka við Levanger en hann fór að skoða aðstæður hjá félaginu í upphafi mánaðarins. Hinn þjálfarinn sem kemur til greina í starfið er Ítalinn Marco Trespidi.