Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á Sepang brautinni í nótt í tvígang og
skiptust Felipe Massa á Ferrari og Lewis Hamilton á McLaren á því að ná
besta tíma. Hamilton vann fyrsta mót ársins og hefur því forystu í
stigakeppni ökumanna.
Verr gekk þó hjá Skotanum David Coulthard hjá Red Bull. Hann þeyttist útaf
brautinni og framfjöðrunin sundraðist þegar hann keyrði á brautarkant.
Dómarar á vegum alþjóðabílasambandsins vilja fá formlegar skýringar á því
frá Red Bull afhverju fjöðrunin hrökk í sundur og hvað réttlæti frekari
þátttöku liðsins, þegar öryggissjónarmið eru höfð að leiðarljósi.
Margir ökumenn voru í vandræðum með bíla sína, en þeir eru enn að venjast
banni við notkunn spólvarnar, sem hjálpað hefur þeim við aksturinn síðustu
ár. Bein útsending frá lokæfingum og tímatökunni í Malasíu eru á Stöð 2
Sport í nótt. Endursýnt verður frá æfingum Formúlu 1 liða frá því í nótt í dag og einnig verður óhapp Coulthard sýnt í hádegis og kvöldfréttum á Stöð 2.
Verður Red Bull bíllinn bannaður?

Mest lesið



Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti

Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn