Partíið er alveg að verða búið 15. desember 2009 00:01 Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi. Það er ólíklegt að viðræður helstu ráðamanna heims beri mikinn árangur. Áherslur eru lagðar á minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið en stórveldi eins og Bandaríkin og Kína munu ekki geta samið um slíkar tölur. Hinn geðþekki Barack Obama getur lítið gert utan þess að halda innblásnar ræður sem gætu vakið áhuga á málefninu. Þetta málefni ætti þó að eiga erindi við flesta. Við mannfólkið, sem höfum nefnilega lifað við ágætis jafnvægi í veðrum og vindum undanfarin tíu þúsund ár, erum að uppgötva að partíið er alveg að verða búið. Flókin samfélög okkar byggja að svo miklu leyti á veðurfari og vissunni um að uppskera heppnist. Við viljum byggja upp borgir án þess að eiga óveður eða flóðbylgjur á hættu. „Ef loftslagið væri banki væri búið að bjarga því," stóð skrifað á spjöld mótmælenda í Kaupmannahöfn. Kreppan er nefnilega hlægileg í samanburði. Árlega birtast fleiri og fleiri uggvekjandi niðurstöður. Við eigum ekki eftir að sigla rólega inn í snarbilað veðurfar heldur gæti þetta gerst í einni stórri og skelfilegri svipan. En það er auðvelt að hrista svona staðreyndir af sér eða benda á Obama eða Hu Jintao á meðan maður nennir ekki að flokka ruslið og setur bílinn snemma í gang fyrir utan á morgnana af því að það er svo kalt úti. Kannski ætti að leggja meiri áherslu á að fræða fólk um hverju einstaklingar geta áorkað. Minnkum neyslu á kjöti og mjólkurvörum, hættum gosþambinu. Endurvinnum ruslið. Og lesum jafnvel litlu fréttina í blaðinu þegar forsætisráðherra Tuvalu biður þingfulltrúana í Kaupmannahöfn um grið fyrir landið sitt svo að það sökkvi ekki í sæinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi. Það er ólíklegt að viðræður helstu ráðamanna heims beri mikinn árangur. Áherslur eru lagðar á minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið en stórveldi eins og Bandaríkin og Kína munu ekki geta samið um slíkar tölur. Hinn geðþekki Barack Obama getur lítið gert utan þess að halda innblásnar ræður sem gætu vakið áhuga á málefninu. Þetta málefni ætti þó að eiga erindi við flesta. Við mannfólkið, sem höfum nefnilega lifað við ágætis jafnvægi í veðrum og vindum undanfarin tíu þúsund ár, erum að uppgötva að partíið er alveg að verða búið. Flókin samfélög okkar byggja að svo miklu leyti á veðurfari og vissunni um að uppskera heppnist. Við viljum byggja upp borgir án þess að eiga óveður eða flóðbylgjur á hættu. „Ef loftslagið væri banki væri búið að bjarga því," stóð skrifað á spjöld mótmælenda í Kaupmannahöfn. Kreppan er nefnilega hlægileg í samanburði. Árlega birtast fleiri og fleiri uggvekjandi niðurstöður. Við eigum ekki eftir að sigla rólega inn í snarbilað veðurfar heldur gæti þetta gerst í einni stórri og skelfilegri svipan. En það er auðvelt að hrista svona staðreyndir af sér eða benda á Obama eða Hu Jintao á meðan maður nennir ekki að flokka ruslið og setur bílinn snemma í gang fyrir utan á morgnana af því að það er svo kalt úti. Kannski ætti að leggja meiri áherslu á að fræða fólk um hverju einstaklingar geta áorkað. Minnkum neyslu á kjöti og mjólkurvörum, hættum gosþambinu. Endurvinnum ruslið. Og lesum jafnvel litlu fréttina í blaðinu þegar forsætisráðherra Tuvalu biður þingfulltrúana í Kaupmannahöfn um grið fyrir landið sitt svo að það sökkvi ekki í sæinn.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun