Frakklandsmegin við jarðgöngin undir Ermarsund eru búðir ólöglegra innflytjenda sem beita öllum brögðum til þess að komast yfir sundið til Bretlands.
Einum þeirra tókst það í dag. Honum tókst að læðast að rútu sem var að fara í gegnum göngin til Bretlands. Hann tróð sér í smá rými sem var milli eldsneytisgeymis rútunnar og burðargrindarinnar.
Þar hélt hann til þartil yfir var komið og rútan stoppaði. Þá stökk hann út og lagði á flótta.
Bresku landamæraverðirnir sem voru með rútuna á leigu náðu honum ekki.
Múhaha
Óli Tynes skrifar
