Glitnir fær vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum 7. janúar 2009 08:54 Dómarinn Stuart Bernstein hjá Gjaldþrotadómstólnum í South District í New York hefur úrskurðað að Glitnir fái vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum. Þar með getur Glitnir samið við lánadrottna sína í friði þar í landi á meðan þrotabú bankans verður gert upp hérlendis. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Bernstein tjáði lögmönnum Glitnis í Bandaríkjunum að hann vildi frekari upplýsingar um hvernig kröfurnar í þrotabúið yrðu meðhöndlaðar samkvæmt íslenskum lögum. Í beiðni sinni um vernd gegn lögsóknum samkvæmt Kafla 15 í bandarísku gjaldþrotalöggjöfini kemur fram að Glitnir á eignir sem metnar eru á yfir milljarð dollara, eða rúmlega 124 milljarða kr. og að skuldirnar séu svipuð upphæð. Fram kemur að frá árinum 2005 hefur bankinn gefið út stutt og löng skuldabréf/verðbréf í Bandaríkjunum að upphæð um 7 milljarðar dollara eða nær 1.000 milljarða kr.. Ein mótmæli komu fram við meðferð málsins fyrir dómstólnum í New York. Félagið SeaHAVN, sem staðsett er á Bresku Jómfrúareyjunum, lagðist gegn því að Glitnir fengi fyrrgreinda vernd. SeaHAVN hefur áfrýjað úrskurði Bernsteins en félagið stendur nú í málaferlum gegn Glitni vegna lánsloforðs sem bankinn stóð ekki við. Vill SeaHAVN fá endurgreiddan lögfræðikostnað sinn í tengslum við lánsumsóknina. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Dómarinn Stuart Bernstein hjá Gjaldþrotadómstólnum í South District í New York hefur úrskurðað að Glitnir fái vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum. Þar með getur Glitnir samið við lánadrottna sína í friði þar í landi á meðan þrotabú bankans verður gert upp hérlendis. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Bernstein tjáði lögmönnum Glitnis í Bandaríkjunum að hann vildi frekari upplýsingar um hvernig kröfurnar í þrotabúið yrðu meðhöndlaðar samkvæmt íslenskum lögum. Í beiðni sinni um vernd gegn lögsóknum samkvæmt Kafla 15 í bandarísku gjaldþrotalöggjöfini kemur fram að Glitnir á eignir sem metnar eru á yfir milljarð dollara, eða rúmlega 124 milljarða kr. og að skuldirnar séu svipuð upphæð. Fram kemur að frá árinum 2005 hefur bankinn gefið út stutt og löng skuldabréf/verðbréf í Bandaríkjunum að upphæð um 7 milljarðar dollara eða nær 1.000 milljarða kr.. Ein mótmæli komu fram við meðferð málsins fyrir dómstólnum í New York. Félagið SeaHAVN, sem staðsett er á Bresku Jómfrúareyjunum, lagðist gegn því að Glitnir fengi fyrrgreinda vernd. SeaHAVN hefur áfrýjað úrskurði Bernsteins en félagið stendur nú í málaferlum gegn Glitni vegna lánsloforðs sem bankinn stóð ekki við. Vill SeaHAVN fá endurgreiddan lögfræðikostnað sinn í tengslum við lánsumsóknina.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira