Sjálfstæðisflokkurinn fengi 2 menn í Kraganum 22. apríl 2009 18:30 Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum. Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur. Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða. Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins. Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hringt var í 600 manns í kjördæminu í gærkvöldi, 72% tóku afstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum. Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur. Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða. Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins. Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hringt var í 600 manns í kjördæminu í gærkvöldi, 72% tóku afstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira