Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Breki Logason skrifar 2. apríl 2009 14:09 Frá mótmælunum fyrir fram Alþingishúsið í janúar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag." Kosningar 2009 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag."
Kosningar 2009 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira