Tvær og hálf milljón á mann hjá Sjálfstæðisflokknum 16. febrúar 2009 16:36 MYND/Pjetur Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni." Kosningar 2009 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni."
Kosningar 2009 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira