Íslandsmótið í badminton: Tinna þrefaldur meistari Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:53 Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari í badminton. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19. Innlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19.
Innlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira